Flúðu hitann frá nýja hraunstraumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2021 11:43 Frá eldgosinu við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum. Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent