Sagði ekkert „persónulegt“ við hryðjuverkin í París Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 12:52 Teikning af Salah Abdeslam í réttarsal í París í síðustu viku. Réttar er yfir tuttugu manns vegna hryðjuverkanna í París árið 2015, þar af sex að þeim fjarstöddum. AP/Noelle Herrenschmidt Eini eftirlifandi liðsmaður Ríkis íslams úr hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 sagði þau ekki hafa haft neitt persónulegt gegn þeim 130 manns sem þau myrtu. Fyrir dómi í Frakklandi sagði hann hryðjuverkin hafa verið hefnd fyrir loftárásir Frakka í Sýrlandi og Írak. Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin. Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin.
Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28