Jón Ásgeir bjargaði Iceland Express á ögurstundu Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2021 13:37 Jón Ásgeir Jóhannesson lánaði Iceland Express skömmu áður en hann sast í stjórn Icelandair. Jómfrúarflug Iceland Express var flogið árið 2003. Vísir/Vilhelm/Juergen Lehle Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kom rekstri Iceland Express til bjargar á upphafsárum flugfélagsins þegar útlit var fyrir að fjárskortur kæmi í veg fyrir að fyrsta vélin færi í loftið. Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira