Aukum jöfnuð í samfélaginu Guðmundur Ragnarsson skrifar 16. september 2021 08:01 Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Til að koma á auknum jöfnuði í samfélagið þurfum við að koma á efnahagslegum stöðugleika sem er varanlegur til framtíðar. Efnahagslegur óstöðuleiki er ein helsta ástæða þess að félagsleg úrræði og kerfi hafa ekki náð að byggjast upp og festa sig í sessi hjá okkur til að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að fara í til að tryggja stöðu þeirra sem lökustu hafa kjörin og um leið er kominn grunnur fyrir vinnumarkaðsmódel sem tryggt getur meiri frið á vinnumarkaði. Stjórnmálin verða að vera tilbúin að axla ábyrgð á þeim félagslega stöðugleika sem vinnumarkaðurinn er alltaf að kalla eftir og vill fá sem öryggisventil við gerð kjarasamninga. Þegar því markmiði er náð er kominn grundvöllur fyrir því að koma á samfélagssáttmála þvert á pólitíska flokka til að tryggja tilvist svona kerfis sem allir ætla að standa með og halda vörð um. Að allir geti alið börnin sín upp í öruggu húsnæði og framfleytt sér og sínum með sjálfsvirðinguna í lagi eru mannréttindi sem við verðum að tryggja. Allir þeir sáttmálar og samningar um félagslegar lausnir sem gerðir hafa verið við gerð kjarasamninga hafa ítrekað ekki gengið eftir eða lausnirnar ekki virkað. Það byggir enginn upp félagslegan stöðugleika með plástralækningum við gerð kjarasamninga í verkföllum. Komum á félagslegu kerfi sem virkar Þetta verður að vera gert heildstætt, með framtíðarsýn og byggt upp á traustum grunni. Við getum sótt fyrirmyndirnar til annarra þjóða sem hafa byggt upp svona kerfi, það er okkar að velja það besta. Hugsanlega eigum við fyrir þessu ef skipt verður um gjaldmiðil, kostnaðurinn vegna krónunnar er mikill, ótrúlegar upphæðir í milljörðum hafa verið nefndar hvað hún kostar okkur. Þeim fjármunum yrði betur varið í að auka jöfnuð í samfélaginu en í þá botnlausu hít að halda krónunni lifandi. Grunnurinn að félagslegum stöðugleika er öflugt atvinnulíf og friður á vinnumarkaði. Við séum meðvituð um hvað er til skiptanna við gerð kjarasamninga og þeir sem betur hafa það verða að leggja sitt af mörkum til að fjármagna verkefnið með réttlátara skattkerfi. Það vilja allir meiri jöfnuð í samfélagið. Þurfum nýjan drifkraft í stjórnmálin Það þarf nýtt afl til forystu inn í íslensk stjórnmál til að gera breytingar, afl sem er tilbúið er að fara nýjar leiðir, hefur hugmyndafræðina og kjarkinn til að koma þessu á. Eru gömlu flokkarnir ekki fullreyndir jafnvel þó þeir beri fyrir sig félagshyggju og jöfnuð? Flokkarnir hafa einangrað sig frá almenningi í landinu og eru ekki að svara þeim kröfum sem kallað er eftir varðandi breytingar á flestum sviðum. Það þarf að hlusta á kröfur frá samtökum launamanna, en þær þurfa líka að vera raunsæjar og ábyrgar. Til að byggja upp aukinn jöfnuð í þessu litla samfélagi okkar þá verður að koma á félagslegum stöðugleika þannig að allir fái að njóta þess sem þetta auðuga land býður upp á, en ekki bara sumir. Aukum jöfnuð í samfélaginu og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður .
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun