Heilbrigðismálin muni ekki skipta sköpum þegar fólk gerir upp hug sinn Snorri Másson skrifar 15. september 2021 21:15 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor spáir í spilin. Vísir/Sigurjón Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur. Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14