Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:00 Jordan Henderson í viðtali eftir sigurinn góða í gærkvöld. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00
Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00