Ferðalög Íslendinga taka við sér Eiður Þór Árnason skrifar 16. september 2021 13:36 Tenerife er sem fyrr vinsæll áfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Getty Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning. Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Þrátt fyrir þessa aukningu mælist samdráttur upp á 51 prósent ef miðað er við stöðuna í ágúst árið 2019. Eru ferðalög til útlanda því ekki enn komin á sama stað og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans sem byggir á tölum Seðlabanka Íslands um veltu innlendra greiðslukorta. Miðast samanburðurinn við fast verðlag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,5 prósent í nýrri mælingu Hagstofunnar sem verður birt undir lok mánaðar. Gangi spá bankans eftir hækkar verðbólgan úr 4,3 prósentum í 4,4 prósent milli mánaða. Brottfarir Íslendinga í gegnum Leifsstöð voru tæplega 60 prósent færri núna í ágúst samanborið við ágústmánuð fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur kortavelta íslenskra greiðslukorta erlendis aðeins minnkað um 13 prósent miðað við fast gengi. Það má því leiða að því líkur að þeir sem fara til útlanda nú séu að eyða meiru á mann samanborið við stöðuna fyrir tveimur árum. Eyða meiru í byggingavöruverslunum Samkvæmt nýjum tölum Seðlabankans jókst heildarvelta innlendra greiðslukorta um 11 prósent í ágústmánuði miðað við fast gengi og fast verðlag. Velta tengd verslun og þjónustu innanlands jókst um tæp 5 prósent milli ára. Kortavelta í byggingavöruverslunum er hærri nú en áður en faraldurinn skall á og mælist 18 prósent meiri í ágústmánuði nú samanborið við sama mánuð árið 2019. Svipaða sögu má segja um veltu í raf- og heimilistækjaverslunum sem mælist tæplega fjórðungi meiri í ágúst en á sama tíma fyrir tveimur árum. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að sumir útgjaldaliðir Íslendinga sem dragist saman milli ára mælist þrátt fyrir það stærri en fyrir faraldur. Þar má nefna kaup Íslendinga á gistingu innanlands sem drógust saman um 13 prósent í ágúst samanborið við sama tíma í fyrra. Ef veltan er borin saman við ágúst 2019 kemur þó í ljós tæplega 60 prósent aukning.
Ferðalög Efnahagsmál Verslun Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira