Velkomin heim Heiða Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 14:30 Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölskylda mín ákvað að snúa heim eftir að hafa búið í Englandi í rúm tvö ár. Þar sem okkur hafði ekki órað fyrir að heimsfaraldur myndi snúa veröldinni á hvolf höfðum við fengið okkur hund í Englandi. Þegar ákvörðunin um að snúa til Íslands var tekin var auðvitað ekkert annað í stöðunni en að flytja alla fjölskyldumeðlimi með heim, hundinn þar meðtalinn. Við öfluðum okkur upplýsinga um hvað þyrfti til og komumst að því að það yrði kostnaðarsamara að koma gæludýrinu heim en 6 manna fjölskylduog allri búslóðinni. Það þurfti nefnilega að bólusetja dýrið við hinu og þessu. Dýralæknirinn úti hváði og hristi hausinn. Honum fannst þetta peningaeyðsla og skildi ekki hvers vegna ætti að bólusetja hundinn m.a. fyrir hundaæði sem fyrirfinnst ekki í Englandi og hefur ekki gert það í 119 ár! En þetta var krafa kerfisins heima. Tölvan segir nei Unnusti minn er breskur en hafði áður búið og starfað á Íslandi í rúm þrjú ár. Hann var með íslenska kennitölu og saman eigum við tvær dætur. Þegar við fluttum heim ætlaði hann að skrá lögheimili sitt á Íslandi og við okkur í sambúð um leið. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að hann þyrfti annað hvort að vera með vinnu eða eiga 624,000 íslenskar krónur á bankareinkning innan þriggja mánaða. Ég var því skráð einstæð móðir og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við ef hann næði ekki að verða sér út um vinnu á þessum þremur mánuðum í miðjum faraldri. Ég hefði þó getað bjargað þessu með því að giftast honum, gert hann að „vísabrúðguma“. Þetta kerfi... Merkingarlausir pappírar, sérútbúnir fyrir íslenska kerfið Þegar við ætluðum síðan að gifta okkur þurfti hann að staðfesta hjúskapastöðu sína í Englandi og skrá hana með þar til gerðum pappírum í Þjóðskrá. Breska sendiráðið útbjó yfirlýsingu þess efnis að hann væri hvorki giftur né í skráðri sambúð í Englandi. Þjóðskrá skráði hann einhleypan samkvæmt þessum pappírum en þrátt fyrir það neitaði Sýslumaður að taka hjúskaparstöðu hans gilda. Þrátt fyrir að annað stjórnvald hafði samþykkt pappírana ákvað Sýslumaður að þeir væri ógildir. Upp hófst þá undarlegt ferli þar sem sendiráð Bretlands reyndi að útskýra málavexti fyrir Sýslumanni. Það er óþarfa kerfisflækja hér heima þar sem óskað er eftir pappírum sem í rauninni þýða ekkert, þeir eru hvorki staðlaðir né hægt að staðfesta þá. Sumir fá kirkju til að skrifa upp á að viðkomandi sé einhleypur, aðrir setja sig í samband við opinbera skrifstofu, en það er ekkert miðlægt kerfi þar sem þessu er flett upp og hjúskapastaða einstaklingsins sannarlega staðfest. Þá gæti viðkomandi verið giftur í 193 öðrum löndum í heiminum. En svona er kerfið, það vill einhvern pappír og þá þarf það að fá þann pappír, sama hvað er raunverulega á bak við hann. Betra að vera lasinn ef maður er Breti Það kom svo að því að við þurftum að nýta okkur heilbrigðiskerfið. Þar rákum við okkur einnig á flækjur. Maðurinn minn gat gengið beint inn í kerfið þar sem hann var með evrópskt sjúkrakort. Ég varð hins vegar að bíða í 6 mánuði eða greiða alla þjónustu fullu verði. Ég hafði samt fengið evrópskt sjúkrakort í Englandi en það var ekki gilt hér þar sem ég er ekki breskur ríkisborgari og var búin að flytja lögheimilið til Íslands. Þarna vorum við parið, hann útlenskur með sjúkrakort og átti fullan rétt á niðurgreiðslu í kerfinu, ég íslensk og átti engan rétt á niðurgreiðslu í mínu heimalandi. Ég lenti utan míns eigin kerfis. Segið svo að íslenska kerfið sé ekki óþarflega flókið. Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar