„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 22:22 Arnar Daði Arnarsson Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. „Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum. Grótta Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni