„Ljósmóðir nýsköpunar“ Willum Þór Þórsson skrifar 17. september 2021 13:00 Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar