Áhugaverðir sex mánuðir að baki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2021 13:19 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Gosið hófst þann nítjánda mars eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár og boðað var til íbúafundar í Grindavík þann tuttugasta janúar í fyrra vegna yfirvofandi hættu á eldgosi. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en í mars á þessu ári þegar loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið og hafa nú tæplega þrjú hundruð þúsund ferðir verið farnar að gosstöðvunum. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir þetta hafa verið áhugaverða sex mánuði. „Kannski stærsta breytingin sem við höfum séð er að dalir sem voru þarna í Fagradalsfjalli eru horfnir undir hraun. Það hefur í raun og verið að myndast nýtt landslag. Við erum búin að hlaða þarna upp ansi myndarlegum gíg sem rís allt að 130 til 140 metra yfir upprunalega yfirborðið,” segir Þorvaldur. Hætta skapaðist við gosstöðvarnar í fyrrinótt þegar hraun tók að streyma niður Nátthaga af fullum krafti, líkt og sjá má á þessu myndskeiði. Töluverð virkni var í gosinu í gær en hún virðist hafa lognast út af um klukkan 18 í gærkvöld. Þorvaldur segir gosið síbreytilegt og fasana orðna ansi marga. Hraunið sjálft sé hins vegar ekki síður áhugavert. „Við erum með mjög fjölbreytilegar hrauntegundir í þessari hraunbreiðu sem hefur myndast í gosinu. Við forum alveg frá helluhrauni yfir á apalhraun og allar tegundir þar á milli. Að sama skapi kemur það á óvart vegna þess að yfirleitt hafa menn tengt myndun einstakra hraunategunda við framleiðnina í gosinu og eins hegðunina í gígnum. En í þessu gosi virðast eiginlega engin tengsl vera þar á milli,” segir hann og bætir við að flest bendi til þess að gosið verði langlíft. Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands segir að órói hafi farið lækkandi síðan í gær, og hafi verið að fjara út í hátt í sólarhring. Það sé þróun sem sé nokkuð úr takti við það sem verið hefur. „Öflugum goshrinum í Fagradalsfjalli hafa síðustu mánuði gjarnan fylgt minni virkni, jafnvel goshlé. Í öllum tilfellum hefur virknin hins vegar fallið mjög skarpt eftir goshrinurnar og yfirborðsvirkni dottið alfarið niður á örfáum mínútum. Hvaða breytingar eru að eiga sér stað í gosvirkninni núna er hins vegar ómögulegt að segja til um,“ segir í færslunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira