Orðrómur um sundfatamerkið fór af stað fyrr á árinu þegar fregnir bárust af því að Jenner hefði sótt um leyfi fyrir vörumerkinu Kylie Swim. Hún staðfesti orðróminn í síðasta mánuði þegar hún birti myndir af sér á Instagram í sundfötum og merkti Instagram reikninginn @kylieswim.
Á föstudaginn opnaði fyrir sölu á merkinu. Fyrsta lína merkisins inniheldur sjö tegundir af sundfötum og eru þrjár þeirra þegar orðnar uppseldar.




Á vefsíðu Kylie Swim má sjá fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum klæðast sundfötunum. Einkennislitir þessarar fyrstu línu eru gulur, rauður, bleikur og appelsínugulur.
Þrátt fyrir ungan aldur er Jenner enginn nýgræðingur í viðskiptaheiminum. Hún kom sér á kortið með snyrtivörumerki sínu Kylie Cosmetics sem hún stofnaði aðeins sautján ára gömul.
Jenner er í dag metin á 700 milljónir Bandaríkjadollara en ásamt Kylie Swim og Kylie Cosmetics á hún einnig vörumerkið Kylie Skin.
Þá hefur hún einnig fengið leyfi fyrir vörumerkinu Kylie Baby en nýlega deildi hún þeim fregnum að vörumerki væri væntanlegt frá þriggja ára gamalli dóttur hennar, Stormi.
Jenner hefur í nægu að snúast en nýlega tilkynnti hún að hún ætti von á sínu öðru barni með tónlistarmanninum Travis Scott.