Vísa hundruðum Haítíbúa úr landi þrátt fyrir ófremdarástand Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 15:54 Haítíbúar stíga úr flugvél Bandaríkjastjórnar sem flutti þá frá Texas tik Port au Prince í gær. Þúsundir þeirra reyndu að falast eftir hæli í Bandaríkjunum en var vísað frá. AP/Joseph Odelyn Bandaríkjastjórn flaug á fjórða hundrað Haítíbúum úr landi í gær og kom í veg fyrir að fjöldi annarra kæmist yfir landamærin frá Mexíkó. TIl stendur að senda enn fleiri Haítíbúa til síns heima þrátt fyrir hamfarir og pólitískan óstöðugleika þar. AP-fréttastofan segir að sjö flugferðir með Haítíbúa frá Texas til Haítí séu á dagskránni á miðvikudag. Fólkinu var ekki gefinn kostur á að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi Haítíbúa hefur flúið eyríkið eftir jarðskjálftann mannskæða árið 2010. Fyrr á þessu ári var forseti landsins myrtur og í ágúst fórust þúsundir til viðbótar í öðrum stórum jarðskjálfta. Ákvörðun ríkisstjórnar Joes Biden um að vísa fólkinu til Haítí kemur þrátt fyrir að aðstæður í landinu hafi aðeins vernsað frá því í vor en þá veitti stjórnin tugum þúsunda Haítíbúa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísun í ljósi aðstæðna þar. Washington Post segir að glæpagengi stjórni nú hverfum og mikilvægum samgönguæðum á Haítí, brenni íbúðarhús, nauðgi, ræni og drepi. Þúsundir Haítíbúa hafi flúið ofbeldi og óstjórnina. Bandaríski embættismenn halda því fram að nauðsynlegt sé að vísa fólkinu úr landi til þess að koma í veg fyrir að bylgja örvæntingarfulls farandfólks reyni að komast yfir landamærin að Texas frá Mexíkó. Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, réttlætti ákvörðunina um brottvísun fólks til Haítí með því að jarðskjálftinn í ágúst hafi aðeins valdið tjóni á landfræðilega afmörkuðu svæði. Aðstæður leyfðu að fólk væri sent þangað frá Bandaríkjunum. Til stendur að vísa enn fleira fólk frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á næstunni. Um tólf þúsund manns hafa safnast saman undir brú í Del Río í Texas eftir að hafa komist yfir landamærin frá Ciudad Acuña í Mexíkó. Drone footage shows more than 12,000 migrants, mostly Haitian, at the makeshift camp in Del Rio, Texas https://t.co/FB2yqCvbd2 pic.twitter.com/eq7EfZpGfn— Reuters (@Reuters) September 20, 2021 AP segir að brottflutningurinn á flótta- og farandfólki nú gæti orðið sá umfangsmesti og sneggsti í fleiri áratugi í Bandaríkjunum. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
AP-fréttastofan segir að sjö flugferðir með Haítíbúa frá Texas til Haítí séu á dagskránni á miðvikudag. Fólkinu var ekki gefinn kostur á að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi Haítíbúa hefur flúið eyríkið eftir jarðskjálftann mannskæða árið 2010. Fyrr á þessu ári var forseti landsins myrtur og í ágúst fórust þúsundir til viðbótar í öðrum stórum jarðskjálfta. Ákvörðun ríkisstjórnar Joes Biden um að vísa fólkinu til Haítí kemur þrátt fyrir að aðstæður í landinu hafi aðeins vernsað frá því í vor en þá veitti stjórnin tugum þúsunda Haítíbúa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísun í ljósi aðstæðna þar. Washington Post segir að glæpagengi stjórni nú hverfum og mikilvægum samgönguæðum á Haítí, brenni íbúðarhús, nauðgi, ræni og drepi. Þúsundir Haítíbúa hafi flúið ofbeldi og óstjórnina. Bandaríski embættismenn halda því fram að nauðsynlegt sé að vísa fólkinu úr landi til þess að koma í veg fyrir að bylgja örvæntingarfulls farandfólks reyni að komast yfir landamærin að Texas frá Mexíkó. Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, réttlætti ákvörðunina um brottvísun fólks til Haítí með því að jarðskjálftinn í ágúst hafi aðeins valdið tjóni á landfræðilega afmörkuðu svæði. Aðstæður leyfðu að fólk væri sent þangað frá Bandaríkjunum. Til stendur að vísa enn fleira fólk frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á næstunni. Um tólf þúsund manns hafa safnast saman undir brú í Del Río í Texas eftir að hafa komist yfir landamærin frá Ciudad Acuña í Mexíkó. Drone footage shows more than 12,000 migrants, mostly Haitian, at the makeshift camp in Del Rio, Texas https://t.co/FB2yqCvbd2 pic.twitter.com/eq7EfZpGfn— Reuters (@Reuters) September 20, 2021 AP segir að brottflutningurinn á flótta- og farandfólki nú gæti orðið sá umfangsmesti og sneggsti í fleiri áratugi í Bandaríkjunum.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14