Staðfesta að líkið sé af ungu konunni og að henni hafi verið ráðinn bani Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 08:25 Hvarf Gabby Petito hefur fangað athygli Bandaríkjamanna. Hún og Laundrie fóru mikinn á samfélagsmiðlum á ferðalagi sínu á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty Lík sem fannst við þjóðgarð í Wyoming í Bandaríkjunum er af ungri konu sem hvarf þegar hún var á ferðalagi um landið með unnusta sínum í sumar. Dánardómstjóri staðfestir þetta og segir að henni hafi verið ráðinn bani. Gabrielle „Gabby“ Petito, sem var 22 ára, hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögreglumenn fundu lík sem passaði við lýsingar á Petito við mörk Grand Teton-þjóðgarðsins í Wyoming á sunnudag. Yfirvöld biðu með að staðfesta það endanlega þar til niðurstaða réttarmeinarannsóknar lægi fyrir. Nú hefur dánardómstjóri í Teton-sýslu staðfest að líkið sé af Petito og að hún hafi verið drepin. Hann upplýsti þó ekki hver dánarorsök Petito var, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvarf Petito hefur vakið athygli á landsvísu í Bandaríkjunum, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Parið var á ferðalagi í sendiferðabílnum um landið endilangt og birti fjölda mynda og myndbanda á samfélagsmiðlum. Síðustu skilaboðin heim vöktu áhyggjur fjölskyldunnar Leit að Laundrie á fenjasvæði á Suður-Flórída hélt áfram án árangurs í gær. Það síðasta sem foreldrar hans vissu af syni sínum var að hann ætlaði að ganga einn um Charlton-náttúruverndarsvæðið. Washington Post segir að til standi að halda leitinni áfram í dag. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglu áður en hann hvarf sjálfur en lögregla vildi ná tali af honum. Lögmaður hans réð honum frá því að veita upplýsingar um afdrif Petito. Lögregla gerði húsleit á heimili foreldra Laundrie í bænum North Port á Flórída á mánudag. Í leitarheimild lögreglu kom fram að síðustu smáskilaboðin sem Petito sendi móður sinni 27. ágúst hafi valdið fjölskyldu hennar áhyggjum af velferð hennar. Eftir þann dag var slökkt á símanum og Petito hætti að birta færslur á samfélagsmiðlum um ferðalagið. Eftir að tilkynnt var um hvarf Petito greindi lögregla í Utah frá því að hún hefði haft afskipti af parinu eftir að tilkynnt var um að Laundrie hefði lagt hendur á hana í ágúst. Myndbönd frá lögregluþjónum sem ræddu við þau sýndu Petito grátandi óstjórnlega. Parinu var skipað að gista hvort í sínu lagi þá um nóttina. Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Gabrielle „Gabby“ Petito, sem var 22 ára, hvarf þegar hún var á ferðalagi í breyttum sendiferðabíl með Brian Laundrie, 23 ára gömlum unnusta sínum, í ágúst. Laundrie sneri einn heim úr ferðinni í byrjun september og neitaði að segja fjölskyldu Petito og lögreglu hvað varð um hana. Hans hefur nú verið saknað frá því á þriðjudag í síðustu viku. Lögreglumenn fundu lík sem passaði við lýsingar á Petito við mörk Grand Teton-þjóðgarðsins í Wyoming á sunnudag. Yfirvöld biðu með að staðfesta það endanlega þar til niðurstaða réttarmeinarannsóknar lægi fyrir. Nú hefur dánardómstjóri í Teton-sýslu staðfest að líkið sé af Petito og að hún hafi verið drepin. Hann upplýsti þó ekki hver dánarorsök Petito var, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvarf Petito hefur vakið athygli á landsvísu í Bandaríkjunum, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Parið var á ferðalagi í sendiferðabílnum um landið endilangt og birti fjölda mynda og myndbanda á samfélagsmiðlum. Síðustu skilaboðin heim vöktu áhyggjur fjölskyldunnar Leit að Laundrie á fenjasvæði á Suður-Flórída hélt áfram án árangurs í gær. Það síðasta sem foreldrar hans vissu af syni sínum var að hann ætlaði að ganga einn um Charlton-náttúruverndarsvæðið. Washington Post segir að til standi að halda leitinni áfram í dag. Laundrie var ekki með réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglu áður en hann hvarf sjálfur en lögregla vildi ná tali af honum. Lögmaður hans réð honum frá því að veita upplýsingar um afdrif Petito. Lögregla gerði húsleit á heimili foreldra Laundrie í bænum North Port á Flórída á mánudag. Í leitarheimild lögreglu kom fram að síðustu smáskilaboðin sem Petito sendi móður sinni 27. ágúst hafi valdið fjölskyldu hennar áhyggjum af velferð hennar. Eftir þann dag var slökkt á símanum og Petito hætti að birta færslur á samfélagsmiðlum um ferðalagið. Eftir að tilkynnt var um hvarf Petito greindi lögregla í Utah frá því að hún hefði haft afskipti af parinu eftir að tilkynnt var um að Laundrie hefði lagt hendur á hana í ágúst. Myndbönd frá lögregluþjónum sem ræddu við þau sýndu Petito grátandi óstjórnlega. Parinu var skipað að gista hvort í sínu lagi þá um nóttina.
Bandaríkin Erlend sakamál Gabrielle Petito Tengdar fréttir Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54 Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Húsleit á heimili kærasta ungu konunnar sem hvarf Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili unnusta Gabrielle Petito sem hvarf þegar þau voru saman á ferðalagi um Bandaríkin í sumar. Til stendur að kryfja lík sem talið er vera af Petito í dag. 21. september 2021 09:54
Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 20. september 2021 10:21