Hafna alfarið sögusögnum um að eldra fólk sé undanskilið Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 17:07 Fylgiskannanir streyma frá íslenskum könnunarfyrirtækjum þessa dagana. Gallup Gallup, Maskína og MMR hafna því að eldri aldurshópar séu undanskildir í fylgiskönnunum fyrirtækjanna í aðdraganda alþingiskosninga. Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu. Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Gallup segir að þess misskilnings hafi gætt víða í umræðunni undanfarna daga að kannanir á fylgi stjórnmálaflokka séu gjarnan með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins. Var þeirri tilgátu meðal annars varpað fram í Kastljósi RÚV á mánudag að slík aldursmörk skýrðu mögulega hvers vegna sumir flokkar fái reglulega meira upp úr kjörkössum en í könnunum skömmu fyrir kjördag. Gallup vísar þessu á bug. „Því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir.“ Svörin séu svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar. Sundurliða ávallt niðurstöður eftir aldurshópum Markaðsrannsóknarfyrirtækið MMR gaf út sambærilega tilkynningu í dag og segir niðurstöður endurspegla alla aldurshópa, 18 ára og eldri, með hliðsjón af aldurssamsetningu þjóðarinnar. Þá komi upplýsingar um aldur svarenda skilmerkilega fram í hvert sinn sem MMR sendi frá sér niðurstöður. Þær megi meðal annars sjá á vefsíðu félagsins. Samhliða yfirlýsingu sinni birtir MMR töflu sem sýnir stuðning við flokka eftir aldri samkvæmt síðustu mælingum fyrirtækisins. Sýnir taflan að þeir flokkar sem eru líklegastir til að njóta hlutfallslega hás fylgis meðal eldri borgara eru helst Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-græn. Svörin vigtuð meðal annars með tilliti til aldurs Í yfirlýsingu á heimasíðu Maskínu er áréttað að í þeim könnunum þar sem fylgi flokka sé mælt í könnunum Maskínu séu engin efri mörk á aldri svarenda. Allir þeir sem hafa náð 18 ára aldri geti því lent í úrtaki. „Til að svörin endurspegli sem best raunverulega samsetningu þjóðarinnar eru svörin vigtuð með tilliti til þess, þar á meðal eftir aldri,“ segir á heimasíðu Maskínu.
Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Skoðanakannanir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira