Stjórnvöld í Litháen hvetja landsmenn til að farga kínverskum símum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2021 07:24 Fyrirtækin segja ekkert hæft í ásökunum litháskra stjórnvalda. epa/Alex Plavevski Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt landsmönnum að farga kínverskum símtækjum og kaupa ekki nýja síma frá kínverskum framleiðendum. Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá. Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti landsins heldur því meðal annars fram að öryggisgallar séu í sumum símtækjanna og sjálfvirkur ritskoðunarbúnaður í öðrum. Samkvæmt skýrslu öryggismálastofnunar Litháen fannst ritskoðunarbúnaður á vinsælasta síma fyrirtækisins Xiaomi, sem nam meðal annars og eyddi texta á borð við „Frelsið Tíbet“, „Lengi lifi sjálfstætt Taívan“ og „lýðræðishreyfing“. Alls var búnaðurinn sagður ritskoða að minnsta kosti 449 orðasambönd þegar þau voru notuð í ýmsum smáforritum, til dæmis vefvafra símans. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hins vegar neitað því að notkun eða samskipti séu ritskoðuð. Samkvæmt skýrslunni senda símtækin einnig dulkóðuð gögn til Singapúr. Í skýrslunni er einnig fjallað um Huawei P40, sem er sagður með innbyggðan öryggisgalla. Þannig beini smáforritaverslun símans notendum á verslanir þriðja aðila, sem séu óöruggar og dreifi mögulega vírusum og öðrum óæskilegum snjallforritum. Talsmenn Huawei segjast fara að landslögum alls staðar í heiminum og þá virki smáforritaverslun símans líkt og á öðrum símum. Spenna hefur aukist í samskiptum Kína og Litháen síðustu misseri en í síðasta mánuði fóru kínversk stjórnvöld fram á að Litháen kallaði sendiherra sinn í Peking heim og sögðust ætla að leggja niður sendiráðsstöðuna í Vilníus. Deilurnar hófust fyrir alvöru þegar stjórnvöld í Taívan tilkynntu að þau hygðust kenna sendiskrifstofu sína í Litáhen við Taívan en ekki Taipei, líkt og gert er í öðrum Evrópuríkjum. BBC greindi frá.
Litháen Kína Öryggis- og varnarmál Tækni Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira