Þrjár vikur í græna ljósið hjá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttur sést hér í myndatöku fyrir nýju íþróttvörulínu sína og WIT Fitness. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er farin að telja niður í þá stund sem hún má fara að taka almennilega á því í lyftingarsalnum. Sara sagði frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að nú séu aðeins þrjár vikur í að hún fái græna ljósið sem hún er að bíða eftir. Þetta græna ljós mun gefa henni leyfi til að fara að æfa ólympískar lyftingar af fullum krafti. Eftir það styttist í það að Sara mæti aftur til leiks eftir að hafa sigrast á mjög erfiðum hnémeiðslum. Sara sleit krossband í mars eða aðeins nokkrum dögum áður en tímabilið hófst. Meiðslin þýddu að hún fór á skurðarborðið í apríl og var ekkert með á 2021 tímabilinu. Sara segir að næstu vikurnar muni hún fara betur yfir hreyfingar sínar með lóðin til að fínpússa hluti og bæta sig áður en átökin byrja á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með æfingum Söru í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara var ein af þeim tuttugu bestu CrossFit konum heims sem fékk boð um að taka þátt í CrossFit mótinu í Dúbaí í desember en þar hefur hún titil að verja síðan að mótið fór síðast fram árið 2019. Hvort Sara verði klár í slaginn í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð, verður að koma í ljós. Það tekur tíma og þolinmæði að komast aftur í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims en Dúbaí mótið hefur alltaf verið ofarlega á vinsældalistanum hjá Söru. Það væri því gaman að sjá hana koma til baka á keppnisgólfið í jólamánuðinum. CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira
Sara sagði frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að nú séu aðeins þrjár vikur í að hún fái græna ljósið sem hún er að bíða eftir. Þetta græna ljós mun gefa henni leyfi til að fara að æfa ólympískar lyftingar af fullum krafti. Eftir það styttist í það að Sara mæti aftur til leiks eftir að hafa sigrast á mjög erfiðum hnémeiðslum. Sara sleit krossband í mars eða aðeins nokkrum dögum áður en tímabilið hófst. Meiðslin þýddu að hún fór á skurðarborðið í apríl og var ekkert með á 2021 tímabilinu. Sara segir að næstu vikurnar muni hún fara betur yfir hreyfingar sínar með lóðin til að fínpússa hluti og bæta sig áður en átökin byrja á ný. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með æfingum Söru í gær. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara var ein af þeim tuttugu bestu CrossFit konum heims sem fékk boð um að taka þátt í CrossFit mótinu í Dúbaí í desember en þar hefur hún titil að verja síðan að mótið fór síðast fram árið 2019. Hvort Sara verði klár í slaginn í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð, verður að koma í ljós. Það tekur tíma og þolinmæði að komast aftur í hóp hraustustu CrossFit kvenna heims en Dúbaí mótið hefur alltaf verið ofarlega á vinsældalistanum hjá Söru. Það væri því gaman að sjá hana koma til baka á keppnisgólfið í jólamánuðinum.
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira