Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 11:51 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, hvetur alla til að fara varlega um helgina. Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur." Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur."
Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira