Forseti Barcelona að missa þolinmæðina á Koeman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2021 16:30 Ólíklegt þykir að Ronald Koeman verði mikið lengur í starfi knattspyrnustjóra Barcelona. getty/Urbanandsport Joan Laporta, forseti Barcelona, viðurkennir að hann sé að missa þolinmæðina á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins. Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi. Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi.
Spænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira