Vill leyfa áfengi í stúkunni: „Ýtum fólki út í það að drekka hratt í hálfleik“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 14:31 Stuðningsmenn enska landsliðsins glaðbeittir með bjór í hönd á leið á úrslitaleikinn gegn Ítalíu á EM í London í sumar. Áfengisdrykkja er bönnuð í stúkunni á leikjum á Evrópumótum líkt og í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Marc Atkins Bretar skoða það nú að aflétta banni við áfengisdrykkju í stúkunni á fótboltaleikjum. Þingmaður segir bannið stuðla að því að menn þambi hratt fyrir leik og í hálfleik. Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum. Enski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Tracey Crouch, fyrrverandi íþróttamálaráðherra, fer fyrir umfangsmikilli endurskoðun á enskum fótbolta sem sett var í gang í vor, eftir að hugmyndir um evrópsku Ofurdeildina höfðu verið kveðnar í kútinn. Á meðal þess sem Crouch hefur skoðað er staða stuðningsmanna og aðstaða þeirra á leikjum. Hún leggur til að prófað verði að leyfa áfengisdrykkju á leikjum í ensku D-deildinni og efstu deild utandeildarinnar, með það í huga að drykkja verði leyfð á leikjum í öllum deildum ef vel gengur. Ekkert bann er í Bretlandi við áfengisdrykkju á krikket- eða ruðningsleikjum, sem einnig eru vinsælar íþróttir í landinu. Einnig má drekka bjór yfir leikjum í utandeildinni í fótbolta, nema í efstu deild hennar. Á leikjum bestu fótboltaliða landsins má hins vegar ekki drekka í stúkunni. „Viðhorf okkar gagnvart áfengi og fótbolta er úrelt,“ sagði Crouch við The Times. Bannið gilt frá árinu 1985 Áfengisbannið sem stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni, og öðrum atvinnumannadeildum í fótbolta í Bretlandi, þurfa að lúta hefur gilt frá árinu 1985, þegar fótboltabullur voru stórt vandamál í landinu. Fótboltabullur settu ljótan svip á úrslitaleik EM á Wembley í sumar en það breytir því ekki að Crouch vill sjá breytingar. „Það hjálpar ekki til að sjá tilvik eins og á Wembley en þess vegna vil ég gera prófanir með þetta fyrst,“ sagði hún. Í dag má drekka áfengi í hálfleik á fótboltaleikjum, á ákveðnum svæðum innandyra, en bannið snýr að drykkju í stúkunni. „Við erum að ýta fólki út í það að drekka hratt í hálfleik. Í því felst þetta óholla samband fótboltastuðningsmanna og áfengis. Þeir drekka mikið á stuttum tíma. Þess vegna vil ég gera prófanir með þetta svo að menn þurfi ekki að skella í sig heilum bjór í hálfleik,“ sagði Crouch sem telur afléttingu bannsins einnig hjálpa félögum í neðri deildum að halda sig réttu megin við núllið í rekstrinum.
Enski boltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira