Kviðdómur sakfelldi Chauvin, sem er hvítur, fyrir manndráp á Floyd, sem var svartur. Drápið vakti mikla reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Það varð kveikjan að bylgju mótmæla gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem náði langt út frá Bandaríkin.
Í greinargerð sem Chauvin lagði fram til stuðnings áfrýjuninni gagnrýndi hann fjórtán atriði við saksóknina gegn sér, þar á meðal að kröfu hans um að flytja réttarhöldin hafi verið hafnað. Þá gagnrýnir hann að réttarhöldin hafi ekki verið ógilt vegna þess sem hann segir misferli kviðdómenda, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Einnig krefst Chauvin þess að áfrýjuferlið verði sett á ís tímabundið á meðan Hæstiréttur Minnesota tekur afstöðu til þess hvort að rétt hafi verið að neita honum um skipaðan verjanda í áfrýjuninni. Segist Chauvin án lögmanns og að hann hafi engar tekjur til að greiða fyrir lögfræðiþjónustu. Samband lögreglumanna í Minnesota hafi greitt fyrir málsvörn sína en það hafi hætt að greiða fyrir lögfræðiþjónustu eftir að hann var sakfelldur og gerð refsing.