Blóð, sviti og tár farið í Skógarböðin sem eru að taka á sig mynd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2021 11:48 Skógarböðin eru í skógu vaxni landi við Akureyri. Vísir/Egill Framkvæmdir við Skógarböðin við Akureyri er í fullum gangi. Heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngunum verður nýtt í laugarnar, sem forsvarsmenn baðstaðarins vona að muni bæta afþreyingarmöguleikana á svæðinu. Skógarböðin er óðum að taka á sig mynd í skógi vöxnu landi steinsnar frá Akureyri. Þar verða tvær laugar sem samtals verða 500 fermetrar. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa að verkefninu. Þau segja margt vinna með staðsetningunni sem var valin. „Það er fyrst og fremst útsýnið og svo ægileg veðursæld hérna inni, það er bara alltaf logn. Þetta er líka nálægðin við Akureyri, nálægðin við þjóðveg 1. Við vildum svona reyna að samtvinna þetta. Að koma þessu aðeins út úr bænum en samt þannig að fólk gæti hjólað og komið á auðveldan hátt yfir til okkar,“ segja þau. Það var þó ekki einfalt mál að finna endanlega staðsetningu á böðunum, enda var þar fyrir þéttur skógur. „Þetta hefur gengið vel en smá blóð sviti og tár, margar pælingar verið. Fyrst þurfti að grisja skóginn. Hann var mjög þéttur og erfitt að taka GPS-punkta og annað. Svo þurftum við að breyta líka ýmsu, nokkrum sinnum, með leguna á húsinu. Af því að landslagið var bara öðruvísi en við vorum búin að mæla það eða gátum mælt. Við teljum okkur núna vera búin að koma þessu á hárréttan stað,“ segja þau. Heita vatnið kemur úr heitavatnsæð sem opnaðist þegar göngin voru boruð Heita vatnið í laugarnar kemur úr Vaðlaheiðargöngunum, þaðan sem það hefur undanfarin ár runnið úr göngunum ónotað, beint út í sjó. Heita vatnið byrjaði að streyma inn í göngin árið 2014 þegar verið var að bora göngin, um 35 sekúndulítrar af fimmtíu gráðu heitu vatni. Áður en göngin voru kláruð var gengið úr skugga um að hægt væri að nýta heita vatnið sem þar fannst. Hreinu heitu vatni verður þannig veitt í pípu niður að böðunum, auk þess sem að gera á hjóla- og göngustíg ofan á pípunnni, frá göngunum að böðunum. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa fyrir framkvæmdinni.Vísir/Egill „Okkur langaði náttúrulega bara að koma þessu vatni í einhverja notkun. Það er búið að renna þarna í fimm ár, allir ætluðu að gera allt en enginn gerði neitt, segir Finnur.“ Þetta er alveg nóg í svona, þetta vatn sem kemur úr göngunum? „Já, þetta smellpassar, þetta smellpassar fyrir þessa starfsemi hér,“ segir Finnur. Þau vona að þetta bæti afþreyinguna á svæðinu „Svo hefur þetta svæði hérna, eins fallegt og það er, vantað afþreyingarmöguleika. Þetta verður vonandi til þess að bæta það. Öllu fólkinu hent úr bænum, allir vildu koma til Akureyrar og svo bara hvað eigum við að gera, eigum við ekki að fara í Mývatnssveit eða Húsavík eða eitthvað. Það er ekki verið að taka neitt af öðrum, þetta er bara hrein viðbót,“ segja þau. Um það bil svona er endanlegt útlit áætlað.Vísir/Egill Framkvæmdir eru í fullum gangi og áætluð dagsetning á opnun er 11. febrúar næstkomandi. „Hún stendur, hún stendur. Þetta er allt svona nokkurn veginn á áætlun og við verðum bara að vera bjartsýn og bretta upp ermar og halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Sigríður María. Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Skógarböðin er óðum að taka á sig mynd í skógi vöxnu landi steinsnar frá Akureyri. Þar verða tvær laugar sem samtals verða 500 fermetrar. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa að verkefninu. Þau segja margt vinna með staðsetningunni sem var valin. „Það er fyrst og fremst útsýnið og svo ægileg veðursæld hérna inni, það er bara alltaf logn. Þetta er líka nálægðin við Akureyri, nálægðin við þjóðveg 1. Við vildum svona reyna að samtvinna þetta. Að koma þessu aðeins út úr bænum en samt þannig að fólk gæti hjólað og komið á auðveldan hátt yfir til okkar,“ segja þau. Það var þó ekki einfalt mál að finna endanlega staðsetningu á böðunum, enda var þar fyrir þéttur skógur. „Þetta hefur gengið vel en smá blóð sviti og tár, margar pælingar verið. Fyrst þurfti að grisja skóginn. Hann var mjög þéttur og erfitt að taka GPS-punkta og annað. Svo þurftum við að breyta líka ýmsu, nokkrum sinnum, með leguna á húsinu. Af því að landslagið var bara öðruvísi en við vorum búin að mæla það eða gátum mælt. Við teljum okkur núna vera búin að koma þessu á hárréttan stað,“ segja þau. Heita vatnið kemur úr heitavatnsæð sem opnaðist þegar göngin voru boruð Heita vatnið í laugarnar kemur úr Vaðlaheiðargöngunum, þaðan sem það hefur undanfarin ár runnið úr göngunum ónotað, beint út í sjó. Heita vatnið byrjaði að streyma inn í göngin árið 2014 þegar verið var að bora göngin, um 35 sekúndulítrar af fimmtíu gráðu heitu vatni. Áður en göngin voru kláruð var gengið úr skugga um að hægt væri að nýta heita vatnið sem þar fannst. Hreinu heitu vatni verður þannig veitt í pípu niður að böðunum, auk þess sem að gera á hjóla- og göngustíg ofan á pípunnni, frá göngunum að böðunum. Hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer standa fyrir framkvæmdinni.Vísir/Egill „Okkur langaði náttúrulega bara að koma þessu vatni í einhverja notkun. Það er búið að renna þarna í fimm ár, allir ætluðu að gera allt en enginn gerði neitt, segir Finnur.“ Þetta er alveg nóg í svona, þetta vatn sem kemur úr göngunum? „Já, þetta smellpassar, þetta smellpassar fyrir þessa starfsemi hér,“ segir Finnur. Þau vona að þetta bæti afþreyinguna á svæðinu „Svo hefur þetta svæði hérna, eins fallegt og það er, vantað afþreyingarmöguleika. Þetta verður vonandi til þess að bæta það. Öllu fólkinu hent úr bænum, allir vildu koma til Akureyrar og svo bara hvað eigum við að gera, eigum við ekki að fara í Mývatnssveit eða Húsavík eða eitthvað. Það er ekki verið að taka neitt af öðrum, þetta er bara hrein viðbót,“ segja þau. Um það bil svona er endanlegt útlit áætlað.Vísir/Egill Framkvæmdir eru í fullum gangi og áætluð dagsetning á opnun er 11. febrúar næstkomandi. „Hún stendur, hún stendur. Þetta er allt svona nokkurn veginn á áætlun og við verðum bara að vera bjartsýn og bretta upp ermar og halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Sigríður María.
Akureyri Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira