Nýtt Covid-ákvæði geti mögulega brotið gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið Eiður Þór Árnason skrifar 25. september 2021 08:00 Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, treystir því að starfsfólk kjörstjórna geri sér grein fyrir skyldum sínum. Samsett Nýtt ákvæði kosningalaga heimilar fulltrúa sýslumanns að banna kjósendum sem virða ekki sóttvarnatilmæli að greiða atkvæði í heimahúsi. Heimakosning er ætluð fyrir fólk sem á erfitt með að yfirgefa dvalarstað sinn til að kjósa með öðrum hætti. Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir vandmeðfarið að takmarka kosningarétt fólks og mögulega geti ákvæðið stappað nærri því að brjóta gegn stjórnarskrá ef óvarlega er farið. Hann telur þó ólíklegt að það komi til með að valda vandræðum. Í annað sinn á rúmu ári fara kosningar fram á Íslandi við heldur óvenjulegar aðstæður. Heimsfaraldur geisar og um 1.500 manns eru í sóttkví eða einangrun vegna farsóttarinnar. Alþingi brást við þessum aðstæðum með því að bæta bráðabirgðaákvæði við kosningalögin í sumar sem kveður á um sérstaka utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir fólk í sóttkví og einangrun. Getur kosið heima eða í bílnum Stendur fólki í þeirri stöðu ýmist til boða að fara á sérstaka bílakjörstaði eða sækja um að greiða atkvæði í heimahúsi. Vilji kjósandi nýta sér seinni kostinn þarf að gera grein fyrir hvers vegna honum er ókleift að greiða atkvæði utan dvalarstaðar og virða sóttvarnatilmæli þegar kjörstjóri mætir heim. Verði kjósandi ekki við því er kjörstjóra heimilt að hverfa frá með auðan kjörseðil. „Synja má kjósanda um að greiða atkvæði á dvalarstað telji sóttvarnayfirvöld að atkvæðagreiðslu verði ekki við komið án þess að tefla heilsu kjörstjóra eða annarra í hættu. Sú ákvörðun er endanleg,“ segir í lagaákvæðinu. Í reglugerð dómsmálaráðherra er skilyrðið skýrt frekar og tiltekið að þetta eigi til að mynda við „ef kjósandi fer ekki að fyrirmælum reglugerðarinnar um grímunotkun og nálægðarmörk og aðra framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.“ Fólk sem er í einangrun eða sóttkví er óheimilt að fara á almenna kjörstaði.Vísir/vilhelm Ólíklegt að mikið reyni á ákvæðið Kári segir eðlilegt að ákveðnar viðvörunarbjöllur hringi við lestur ákvæðisins þar sem kosningarétturinn sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks. „Þetta er kannski skýrast í fangelsum en þeir sem eru frelsissviptir þar halda kosningarétti sínum. Það var ekki alltaf þannig og menn þar voru sviptir kosningaréttinum í marga áratugi hérna á Íslandi.“ Í dag sé þó ljóst að það er andstætt íslenskri stjórnarskrá að svipta frelsissvipta menn kosningaréttinum. Kári segir að því megi mögulega velta upp hvort fólk sem hafi verið skikkað í einangrun af yfirvöldum sé að einhverju leyti í svipaðri stöðu og hafi verið sviptir réttindum vegna þessa. Þá beri hins vegar að hafa í huga að yfirlýst markmið þingsins með breytingunni á kosningalögum sé einmitt að tryggja að þeir sem séu í einangrun geti kosið. Túlka megi umrætt synjunarákvæði sem ákveðinn öryggisventil. „Ég myndi nú ætla að það væri frekar ólíklegt að það reyndi mikið á þetta vegna þess að kjörstjórn er augljóslega upplýst um að þeirra verkefni er að sem flestir fái að njóta kosningaréttarins og ég held að allir starfi samkvæmt því,“ segir Kári. Alþingi samþykkti í júní breytingar á kosningalögum.vísir/vilhelm Viðbragð við öfgakenndum aðstæðum „Þetta er vandmeðfarið. Ef maður hugsar þetta eins og í hefðbundnum kosningum og kjósandi mætir á kjörstað og byrjar að sýna af sér ofbeldishegðun eða eitthvað slíkt þá væri fólk væntanlega sammála um að það væri hægt að gera eitthvað í því án þess að bregðast stjórnskrárvörðum rétti til kosningaréttar. Ég held að maður þurfi að hugsa þetta sem eitthvað viðbragð við einhverjum öfgakenndum aðstæðum,“ bætir Kári við. Aðspurður um það hvort hann telji þar með að löggjöfin rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar segir Kári það fara eftir atvikum hverju sinni. „Maður getur ímyndað sér að þetta geti stappað nærri því að brjóta gegn kosningarétti en ef kjörstjórn fer varlega og hefur í huga hlutverk sitt sem er að tryggja að allir geti kosið, þá held ég að þetta ætti nú ekkert að valda neinum vandræðum." Þarf að vera á stigagangi eða bakvið gler Samkvæmt áðurnefndri reglugerð dómsmálaráðherra þarf fólk sem ætlar að kjósa á dvalarstað að bera andlitgrímu og gæta að því að ávallt séu minnst tveir metrar á milli kjósanda og kjörstjóra. Miðað er við að kjósandi sé að jafnaði inn á dvalarstað og kjörstjóri fyrir utan, svo sem á stigagangi fjölbýlishúss, eða kjósandi greiði atkvæði í garði eða á bílastæði. Einnig má gler aðskilja að kjósanda og kjörstjóra og þurfa þeir þá ekki að halda tveggja metra fjarlægð. Einstaklingar sem eru í einangrun er heimilt að yfirgefa dvalarstað sinn í bifreið í þeim eina tilgangi að greiða atkvæði á sérstökum bílakjörstöðum.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26 Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Boðið upp á Covid-atkvæðagreiðslu í öllum sýslumannsumdæmum Sýslumenn um allt land mega á mánudag hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sérstökum utankjörfundarstöðum fyrir kjósendur sem verða í sóttkví eða einangrun á kjördag og geta því ekki kosið á almennum kjörstöðum. 18. september 2021 10:26
Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. 17. september 2021 14:19