Framsókn í bókstaflegri framsókn Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2021 18:50 Framsóknarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt mikið milli tveggja kannana Maskínu fyrir Stöð 2. Vísir/Vilhelm Mikil hreyfing er enn á fylgi flokkanna en samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna myndi ríkisstjórnin sem var fallin í gær fá lágmarksmeirihluta á Alþingi í kosningunum á morgun. Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var í gær og í dag og sömuleiðis eru breytingar á fylgi og þá sérstaklega þingmannatölu annarra flokka miðað við könnun Maskínu sem við greindum frá í gær. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi og mælist nú með 21,4 prósent, fylgi Vinstri grænna minnkar um eitt prósentustig og mælist nú 10,5 prósent en þriðji stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, tekur stökk og mælist nú með 15,4 prósent atkvæða. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með 13,8 prósent, Píratar dala aðeins og eru nú með 10,2 prósent og Viðreisn dalar einnig lítillega og mælist nú með 10,1 prósent. Miðflokkurinn dalar um tæp tvö prósentistig og er nú með 5,5 prósent, Flokkur fólksins bætir aftur á móti við sig tæpu prósentustigi og er nú með 6,1 prósent. Sósíalistaflokkurinn er á svipuðum slóðum og í könnun Maskínu frá í gær með 6,2 prósent. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á þingmannatölu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram með 15 þingmenn eins og í könnun Maskínu í gær, tapar einum frá kosningunum 2017. Vinstri græn missa einn þingmann frá í gær, fengju nú sex , fimm færri en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig tveimur þingmönnum frá í gær og fengi ellefu kjörna á þing, þremur fleiri en í kosningunum 2017. Samfylkingin bætir við sig einum þingmanni frá í gær og fengi átta sem einnig er einum þingmanni fleiri en í síðustu kosningum. Píratar missa einn þingmann frá í gær og fengju sex kjörna, einum færri en í kosningunum 2017. Viðreisn missir einnig einn þingmann frá könnun Maskínu í gær, fengi nú sex en fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Miðflokkurinn missir sömuleiðis einn þingmann frá því í gær fengi nú þrjá kjörna en var með sjö eftir síðustu kosningar. Flokkur fólksins bætir við sig þingmanni frá því í gær fengi nú fjóra kjörna eins og í kosningunum 201. Sósíalistaflokkurinn stendur hins vegar í stað milli þessarra tveggja Maskínukannana og fengi fjóra menn kjörna. Ríkisstjórnin fer því frá því að vera fallin með 31 þingmann í gær í 32 þingmenn í dag, sem er lágmarksmeirihluti á Alþingi. Reykjavíkurmódelið fengi aftur á móti 26 þingmenn.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. 23. september 2021 20:14
Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. 23. september 2021 19:00