Höskuldur Gunnlaugss.: Frábært frammistöðutímabil heilt yfir Árni Jóhannsson skrifar 25. september 2021 16:41 Höskuldur á fleygiferð gegn HK Vilhelm Gunnarsson Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson, var sáttur með sína menn í dag og þó að sá stóri hafi ekki verið landað þá gat hann verið stoltur af sínu liði. Breiðablik lagði HK að velli í síðustu umferð Íslandsmótsins 3-0 og um leið sendu granna sína niður um deild. Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“ Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira
Höskuldur var spurður að því hvernig hugarfar hans manna var fyrir leik vitandi það að titilbaráttan var ekki í þeirra höndum. „Fyrst og fremst þurfti að halda standar. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þeir gáfu okkur þokkalegan leik þangað til að við náum fyrsta en samt í raun og veru öðru markinu markinu. Það var bara að klára okkar og ef eitthvað myndi gerast hinum megin þá myndi það bara gerast. Við erum samt bara sáttir með frammistöðuna okkar í sumar.“ Höskuldur var þá spurður að því hvort hann væri ekki sáttur með frammistöðuna í dag líka. „Mér fannst við bara þolinmóðir og héldum í okkar gildi. Við ætluðum að fara í öll návígi af fullum krafti og HK er svo kraftmikið lið og við þurftum að jafna þá þar áður en við gátum farið að spila eitthvað. Mér fannst þetta bara hrikalega fagmannleg frammistaða frá fyrstu til síðustu mínútu.“ Blaðamaður spurði þá hvort það væri ekki saga sumarsins hjá Blikum að þeir væru orðnir mikið fagmannlegri en þeir voru t.d. á síðasta sumri og lengi framan af þessu sumri. Höskuldur var sammála því „Algjörlega. Það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Markatalan hér er því til dæmis, 32-2, smá brösug byrjun sem kannski er hægt að líta til baka núna á og svekkja sig. Seinni helmingur mótsins vorum við yfirburðar lið á Íslandi. Tókum hvern andstæðinginn á fætur öðrum og pökkuðum honum en þetta er ekki bara seinni umferðin. Við klárlega lærum af þessum en það eru fullt af vörðum sem við yfirstigum á þessu tímabili en það er bara þessi síðasta stóra varða sem okkur tókst ekki að yfirstíga.“ Viðtalið var tekið skömmu eftir að leik lauk í dag en Höskuldur var spurður að því hvort það væru einhver sérstök augnablik sem hann gæti litið til og svekkt sig meira á en öðru og í kjölfarið hvenær menn byrjuðu að hugsa um næsta tímabil. „Auðvitað er styst í leikinn á móti FH. Það var ótrúlegt, kannski vorum við ekki á okkar degi en við vorum samt mikið betri en FH í þeim leik, fjandinn hafi það að það hafi ekki allavega farið jafntefli þar. En þú veist, þetta er bara fótbolti og það sem við getum dregið lærdóm af þessu tímabili er að vera búnir að finna betri takt fyrr á tímabilinu. Þetta er aðeins öðruvísi mót í maí, öðruvísi aðstæður, við lærum bara af því og komu sterkari á næsta tímabili.“ „Ætli við gefum okkur ekki fyrstu tvær vikurnar í október til að kúpla okkur alveg burt. Svo kemur nóvember og þá byrjar þetta um leið. Þá verður grunnurinn lagður að næsta tímabili.“ Að lokum var Höskuldur spurður að þvi hvort hann væri ekki sáttur við tímabilið þó að sá stóri hafi ekki farið á loft. „Já hiklaust. Það væri hrokafullt af mér að segja annað. Við náum stiga meti, förum langt í Evrópur og gjörsamlega sprengjum markametið okkar. Glimrandi fótbolti sem við spiluðum, sérstaklega í þessu Evrópuævintýri, spiluðum hugrakkan fótbolta fyrir íslenskt lið. Förum út og stöndum okkur mjög vel á móti stórum liðum í Evrópu. Frábært frammistöðutímabil heilt yfir og við erum mjög stutt frá því að landa þeim stóra.“
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53 Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallnir úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína.Umfjöllun og viðtöl síðar. 25. september 2021 15:53