„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2021 23:20 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er ánægður með endurnýjunina sem hefur orðið innan flokksins. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. Þetta sagði Sigurður í samtali við fréttastofu á kosningavöku Framsóknarflokksins á Granda. Hann segir kvöldið verða spennandi og kosningabaráttuna búna að vera skemmtilega. Hún hafi einkennst af jákvæðni og velvild. „Svo veit maður auðvitað ekki hvað kemur upp úr kössunum en það verður bara að segjast eins og er að það er góð tilfinning þegar maður er búinn að fara í gegn um svona mikla vinnu og finnur að það eru margir með,“ sagði Sigurður. Fréttamaður Stöðvar 2 á staðnum benti á að fjöldi ungs fólks sé statt á kosningavöku flokksins, sem hafi ekki endilega verið staðan áður. Sigurður segir margt ungt fólk hafa gengið til liðs vð flokkinn. „Já, þetta er kannski ekki mikið leyndarmál hjá okkur en ég veit að það eru margir sem halda að Framsóknarflokkurinn sé hópur af eldri köllum en það er aldeilis ekki svo. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, fengum við mikið af ungu fólki til liðs við okkur, mikið af ungum konum og það fólk hefur svo komið með okkur inn í landsmálin. Listarnir okkar endurspegla það,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum með mikið af öflugu fólki sem er líka fulltrúar í sínum heimahéruðum, hringinn í kring um landið og eins og þið sjáið hérna í kvöld: mikið af ungu fólki sem fylgir okkur.“ Talsverð breyting hefur orðið á fylgi flokksins undanfarna daga, samkvæmt skoðanakönnunum, og flokkurinn bætt töluvert við sig. Hefur þessi breyting komið formanninum á óvart? „Auðvitað er hún gleðileg og óvænt, þú veist aldrei hvað er að fara að gerast en ég hef alveg fundið fyrir þessu en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Sigurður. Hann segist sáttur með fyrstu tölur. „Þetta byrjar mjög vel og staðfestir þann meðbyr sem við höfum fundið en auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur og við skulum sjá hvað gerist seinna í kvöld.“ Þessar fyrstu tölur eru kannski ekki eins jákvæðar hjá Vinstri grænum? „Nei, þeir eru greinilega að tapa en það er líka mikil dreifing á öll framboðin, mismikið þó en frábær árangur hjá mínu fólki,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður flokksins tekur undir þetta. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta eru góðar tölur fyrir okkur framsóknarfólk þannig að við bara vonumst til að þetta verði sami gangurinn um allt land,“ segir Lilja. Býstu við að sama ríkisstjórn taki við? „Það er allt of snemmt að segja til um slíkt, við auðvitað að samstarfsflokkum gangi líka vel en þessar tölur eru góðar og eins og þú heyrir á fólkinu okkar er það afskaplega ánægt með þetta.“ Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta sagði Sigurður í samtali við fréttastofu á kosningavöku Framsóknarflokksins á Granda. Hann segir kvöldið verða spennandi og kosningabaráttuna búna að vera skemmtilega. Hún hafi einkennst af jákvæðni og velvild. „Svo veit maður auðvitað ekki hvað kemur upp úr kössunum en það verður bara að segjast eins og er að það er góð tilfinning þegar maður er búinn að fara í gegn um svona mikla vinnu og finnur að það eru margir með,“ sagði Sigurður. Fréttamaður Stöðvar 2 á staðnum benti á að fjöldi ungs fólks sé statt á kosningavöku flokksins, sem hafi ekki endilega verið staðan áður. Sigurður segir margt ungt fólk hafa gengið til liðs vð flokkinn. „Já, þetta er kannski ekki mikið leyndarmál hjá okkur en ég veit að það eru margir sem halda að Framsóknarflokkurinn sé hópur af eldri köllum en það er aldeilis ekki svo. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum, 2018, fengum við mikið af ungu fólki til liðs við okkur, mikið af ungum konum og það fólk hefur svo komið með okkur inn í landsmálin. Listarnir okkar endurspegla það,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum með mikið af öflugu fólki sem er líka fulltrúar í sínum heimahéruðum, hringinn í kring um landið og eins og þið sjáið hérna í kvöld: mikið af ungu fólki sem fylgir okkur.“ Talsverð breyting hefur orðið á fylgi flokksins undanfarna daga, samkvæmt skoðanakönnunum, og flokkurinn bætt töluvert við sig. Hefur þessi breyting komið formanninum á óvart? „Auðvitað er hún gleðileg og óvænt, þú veist aldrei hvað er að fara að gerast en ég hef alveg fundið fyrir þessu en maður veit aldrei hvað gerist,“ segir Sigurður. Hann segist sáttur með fyrstu tölur. „Þetta byrjar mjög vel og staðfestir þann meðbyr sem við höfum fundið en auðvitað eru þetta bara fyrstu tölur og við skulum sjá hvað gerist seinna í kvöld.“ Þessar fyrstu tölur eru kannski ekki eins jákvæðar hjá Vinstri grænum? „Nei, þeir eru greinilega að tapa en það er líka mikil dreifing á öll framboðin, mismikið þó en frábær árangur hjá mínu fólki,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður flokksins tekur undir þetta. „Mér líst mjög vel á þetta, þetta eru góðar tölur fyrir okkur framsóknarfólk þannig að við bara vonumst til að þetta verði sami gangurinn um allt land,“ segir Lilja. Býstu við að sama ríkisstjórn taki við? „Það er allt of snemmt að segja til um slíkt, við auðvitað að samstarfsflokkum gangi líka vel en þessar tölur eru góðar og eins og þú heyrir á fólkinu okkar er það afskaplega ánægt með þetta.“
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira