Ásmundur fyrsti þingmaður Framsóknar í Reykjavík norður síðan 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 04:53 Ásmundur segist hæstánægður með gengi flokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, er fysti Framsóknarmaðurinn sem kemst á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2013. Ásmundur segist hæstánægður með framgang flokksins í kosningunum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“ Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira