Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Framsókn bætir við manni og Píratar missa sinn Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2021 07:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á kjörstað í gær. Vísir/Magnús Hlynur Vinstri græn missir sinn kjördæmakjörna þingmann í Suðurkjördæmi og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, nær inn sem kjördæmakjörinn. Lokatölur í Suðurkjördæmi skiluðu sér upp úr klukkan sjö í morgun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þremur mönnum og er áfram stærsti flokkurinn. Litlu munaði á D og B Litlu munaði þó á flokkunum - Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 24,6 prósent atkvæða og Framsókn 23,9 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, verður því fyrsti þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson eru öll á leið á þing. Átta atkvæðum munaði að Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, kæmist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður í stað Birgis Þórarinssonar, Miðflokki. Framsóknarmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir munu öll eiga sæti á þingi. Flokkur fólksins þriðji stærsti Flokkur fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, náði 12,9 prósent atkvæða og einn mann kjörinn, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, kennara og formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Oddný Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nær inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en Oddný hefur setið á þingi frá 2009. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, nær sæti á þingi sem uppbótarþingmaður. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið. Að neðan má sjá lokatölur úr kjördæminu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Lokatölur í Suðurkjördæmi skiluðu sér upp úr klukkan sjö í morgun. Framsóknarflokkurinn bætir við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Suðurkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum þremur mönnum og er áfram stærsti flokkurinn. Litlu munaði á D og B Litlu munaði þó á flokkunum - Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 24,6 prósent atkvæða og Framsókn 23,9 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, verður því fyrsti þingmaður kjördæmisins. Sjálfstæðismennirnir Guðrún Hafsteinsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson eru öll á leið á þing. Átta atkvæðum munaði að Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna, kæmist inn sem kjördæmakjörinn þingmaður í stað Birgis Þórarinssonar, Miðflokki. Framsóknarmennirnir Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir munu öll eiga sæti á þingi. Flokkur fólksins þriðji stærsti Flokkur fólksins er þriðji stærsti flokkurinn í kjördæminu, náði 12,9 prósent atkvæða og einn mann kjörinn, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, kennara og formann Hagsmunasamtaka heimilanna. Oddný Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, nær inn sem kjördæmakjörinn þingmaður, en Oddný hefur setið á þingi frá 2009. Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, nær sæti á þingi sem uppbótarþingmaður. Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið. Að neðan má sjá lokatölur úr kjördæminu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í öllum kjördæmum um klukkan níu í morgun var Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum, jöfnunarþingmaður kjördæmisins. Eftir að niðurstaða endurtalningar í Norðvesturkjördæmi var kynnt síðdegis í dag varð hins vegar ljóst að Guðbrandur Einarsson, Viðreisn, fengi jöfnunarþingsætið.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41 Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25 Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fleiri fréttir Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55
Lokatölur úr Reykjavík suður: Birgir náði inn en VG tapaði manni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður var á pari við fyrir fjórum árum en flokkurinn bætti engu að síður við sig þingmanni í kjördæminu. Samfylkingin missir mann en Vinstri græn halda sínum tveimur. 26. september 2021 04:41
Lokatölur úr Norðausturkjördæmi: Framsókn með mikinn sigur og ná fyrsta manni Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í gær. Flokkurinn nær inn þremur mönnum og er Ingibjörg Ólöf Isaksen fyrsti þingmaður kjördæmisins. 26. september 2021 09:25
Lokatölur úr Suðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni Sjálfstæðisflokkurinn nær inn fjórum kjördæmakjörnum mönnum í Suðvesturkjördæmi, en lokatölur úr kjördæminu bárust um klukkan 8:50 í morgun. Framsókn bætir við sig öðrum kjördæmakjörnum manni og Vinstri græn missa einn kjördæmakjörinn þingmann. 26. september 2021 08:59
Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi: Framsókn bætir við sig manni en Miðflokkur og Samfylking tapa sínum Framsóknarflokkurinn bætti við sig þriðja kjördæmakjörna þingmanninum í Norðvesturkjördæmi og er stærsti flokkurinn eftir að lokatölur fyrir birtar á áttunda tímanum í morgun. 26. september 2021 08:02