Hundraðasti sigur Hamilton í hádramatískum Rússlandskappakstri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. september 2021 13:56 Lewis Hamilton kemur í mark í Rússlandi við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. Lars Baron - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vann sinn hundraðasta sigur á ferlinum þegar að keppt var í formúlu 1 í Rússlandi í dag. Lando Norris var fremstur lengst af, en rigning á lokahringjunum varð honum að falli. Norris var á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum þegar ræst var í Sochi í Rússlandi í dag. Hamilton var fjórði og hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Max Verstappen, tók út refsingu og ræsti aftastur. Hamilton fór ekki nógu vel af stað og féll niður í sjöunda sæti í upphafi keppni. Carlos Sainz á Ferrrari tók forystuna af Lando Norris, en Norris kom sér fljótlega aftur í fremsta sæti. Breski heimsmeistarinn vann upp sæti hægt og bítandi, og á sama tíma vann Verstappen sig hratt upp listann. Þegar um fimm hingir voru eftir var Norris fremstur, Hamilton annar og Verstappen kominn í þriðja og seinasta verðlaunasætið. Þegar þarna var komið við sögu fór að rigna, og liðin þurftu því að taka snögga ákvörðun um það hvort að skynsamlegt væri að fara inn á þjónustusvæði til að setja regndekkin undir, eða að halda áfram á þeim dekkjum sem þeir voru á og vona það besta. Hamilton og Verstappen skiptu um dekk á meðan að Norris hélt ótrauður áfram. Það reyndust þó vera dýrkeypt mistök fyrir Norris, en á næstu mínútum bætti mikið í rigningu og hann réð ekkert við bílinn. Verstappen og Hamilton sóttu hratt að Norris og fóru að lokum nokkuð auðveldlega fram úr honum. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, en þetta var hundraðasti sigur hans á ferlinum í formúlu 1. Hann er jafnframt fyristi ökumaðurinn í sögu formúlu 1 til að vinna hundrað keppnir. HISTORY!!! 💯@LewisHamilton becomes the first F1 driver ever to reach 100 wins 👏👏👏#RussianGP #F1 pic.twitter.com/AK5cCAaxpe— Formula 1 (@F1) September 26, 2021 Með sigrinum tekur hann forystuna í stigakeppni ökuþóra og er nú tveimur stigum fyrir ofan Max Vertappen sem kom annar í mark. Norris, sem sá í hyllingum sinn fyrsta sigur á ferlinum, féll alla leið niður í sjöunda sæti, en það var Carlos Sainz sem að hrifsaði til sín þriðja sætið og komst því á verðlaunapall. Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Norris var á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum þegar ræst var í Sochi í Rússlandi í dag. Hamilton var fjórði og hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn, Max Verstappen, tók út refsingu og ræsti aftastur. Hamilton fór ekki nógu vel af stað og féll niður í sjöunda sæti í upphafi keppni. Carlos Sainz á Ferrrari tók forystuna af Lando Norris, en Norris kom sér fljótlega aftur í fremsta sæti. Breski heimsmeistarinn vann upp sæti hægt og bítandi, og á sama tíma vann Verstappen sig hratt upp listann. Þegar um fimm hingir voru eftir var Norris fremstur, Hamilton annar og Verstappen kominn í þriðja og seinasta verðlaunasætið. Þegar þarna var komið við sögu fór að rigna, og liðin þurftu því að taka snögga ákvörðun um það hvort að skynsamlegt væri að fara inn á þjónustusvæði til að setja regndekkin undir, eða að halda áfram á þeim dekkjum sem þeir voru á og vona það besta. Hamilton og Verstappen skiptu um dekk á meðan að Norris hélt ótrauður áfram. Það reyndust þó vera dýrkeypt mistök fyrir Norris, en á næstu mínútum bætti mikið í rigningu og hann réð ekkert við bílinn. Verstappen og Hamilton sóttu hratt að Norris og fóru að lokum nokkuð auðveldlega fram úr honum. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark, en þetta var hundraðasti sigur hans á ferlinum í formúlu 1. Hann er jafnframt fyristi ökumaðurinn í sögu formúlu 1 til að vinna hundrað keppnir. HISTORY!!! 💯@LewisHamilton becomes the first F1 driver ever to reach 100 wins 👏👏👏#RussianGP #F1 pic.twitter.com/AK5cCAaxpe— Formula 1 (@F1) September 26, 2021 Með sigrinum tekur hann forystuna í stigakeppni ökuþóra og er nú tveimur stigum fyrir ofan Max Vertappen sem kom annar í mark. Norris, sem sá í hyllingum sinn fyrsta sigur á ferlinum, féll alla leið niður í sjöunda sæti, en það var Carlos Sainz sem að hrifsaði til sín þriðja sætið og komst því á verðlaunapall.
Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira