Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 14:01 Fentanýl hefur leitt til fjölmargra dauðsfalla í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Vísir/Getty Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla. Anne Milgram, yfirmaður DEA, segir í viðtali við Washington Post að Bandaríkin séu í krísu að hennar mati og þessum lyfjum sé að miklu leyti um að kenna. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að gefa út sérstaka viðvörun við þeim í dag. Fíkniefnalögreglan hefur ekki gefið út sambærilega viðvörun frá 2015 þegar varað var við því að heróín sem innihéldi fentanýl væri í dreifingu í Bandaríkjunum. Fentanýl er ópíóði sem er áttatíu til hundrað sinnum öflugra en ópíum. Það var þróað til að draga úr verkjum krabbameinssjúklinga. Á vef DEA segir að fentanýl sé iðulega notað til að auka styrk heróíns eða selt fíklum sem heróín. Það að fíklar telji sig hafa keypt heróín en hafi í raun keypt fentanýl hafi leitt til dauða fjölmargra. Rúmlega 93 þúsund dóu vegna of stórra skammta lyfja í Bandaríkjunum í fyrra. Það var nærri því þrjátíu prósenta aukning frá 2019. Tvær af hverjum fimm bannvænar Í áðurnefndri viðvörun DEA, sem ber titilinn „Ein pilla getur drepið“, segir að frá 2019 hafi magn pilla með fentanýli sem stofnunin hefur lagt hald á aukist um 430 prósent. Rannsóknir hafi sýnt að tvær af hverjum fimm pillum innihaldi mögulega banvænt magn fentanýls. Washington Post segir að á þessu ári hafi stofnunin lagt hald á 9,6 milljónir pilla sem framleiddar hafi verið af glæpasamtökum og innihaldi fentanýl. Það séu fleiri pillur en lagt var hald á árið 2020 og árið 2019 samanlagt. Frá árinu 1999 hafa Bandaríkin gengið í gegnum versnandi lyfjafaraldur, sem í fyrstu lýsti sér í mikilli notkun ópíóða eins og Oxycodone, Vicodin og Percocet. Undanfarin ár hefur dauðsföllum vegna þessa faraldurs farið verulega fjölgandi og þá að miklu leyti vegna aukinnar notkunar fentanýls. Milgram segir að glæpasamtök í Kína og Mexíkó flytji mikið magn lyfja til Bandaríkjanna sem seld séu á netinu sem Oxycodone, Percocet eða Adderall. Pillurnar innihaldi þó í raun fentanýl eða metamfetamín. Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08 Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00 Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Anne Milgram, yfirmaður DEA, segir í viðtali við Washington Post að Bandaríkin séu í krísu að hennar mati og þessum lyfjum sé að miklu leyti um að kenna. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að gefa út sérstaka viðvörun við þeim í dag. Fíkniefnalögreglan hefur ekki gefið út sambærilega viðvörun frá 2015 þegar varað var við því að heróín sem innihéldi fentanýl væri í dreifingu í Bandaríkjunum. Fentanýl er ópíóði sem er áttatíu til hundrað sinnum öflugra en ópíum. Það var þróað til að draga úr verkjum krabbameinssjúklinga. Á vef DEA segir að fentanýl sé iðulega notað til að auka styrk heróíns eða selt fíklum sem heróín. Það að fíklar telji sig hafa keypt heróín en hafi í raun keypt fentanýl hafi leitt til dauða fjölmargra. Rúmlega 93 þúsund dóu vegna of stórra skammta lyfja í Bandaríkjunum í fyrra. Það var nærri því þrjátíu prósenta aukning frá 2019. Tvær af hverjum fimm bannvænar Í áðurnefndri viðvörun DEA, sem ber titilinn „Ein pilla getur drepið“, segir að frá 2019 hafi magn pilla með fentanýli sem stofnunin hefur lagt hald á aukist um 430 prósent. Rannsóknir hafi sýnt að tvær af hverjum fimm pillum innihaldi mögulega banvænt magn fentanýls. Washington Post segir að á þessu ári hafi stofnunin lagt hald á 9,6 milljónir pilla sem framleiddar hafi verið af glæpasamtökum og innihaldi fentanýl. Það séu fleiri pillur en lagt var hald á árið 2020 og árið 2019 samanlagt. Frá árinu 1999 hafa Bandaríkin gengið í gegnum versnandi lyfjafaraldur, sem í fyrstu lýsti sér í mikilli notkun ópíóða eins og Oxycodone, Vicodin og Percocet. Undanfarin ár hefur dauðsföllum vegna þessa faraldurs farið verulega fjölgandi og þá að miklu leyti vegna aukinnar notkunar fentanýls. Milgram segir að glæpasamtök í Kína og Mexíkó flytji mikið magn lyfja til Bandaríkjanna sem seld séu á netinu sem Oxycodone, Percocet eða Adderall. Pillurnar innihaldi þó í raun fentanýl eða metamfetamín.
Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08 Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00 Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47
Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08
Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00
Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00