Ýmislegt hafi gerst dagana fyrir kosningar sem gæti útskýrt mun á könnunum og kosningum Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2021 19:00 Framkvæmdastjóri Maskínu segir að það sé eðlilegt að munur sé á könnunum og kosningum. Ýmislegt gerðist dagana fyrir kjördag sem gæti útskýrt muninn. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Maskínu segir kannanir ekki hafa gefið ranga mynd af stöðu stjórnmálaflokka fyrir kosningarnar, líkt og formenn flokka vildu meina daginn eftir kjördag. „Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Ég held að greiningarfyrirtækin þurfi að fara að greina sig svolítið sjálf,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í léttum dúr í Sprengisandi á sunnudag, daginn eftir kjördag. Heyra mátti á leiðtogum flokkanna í Sprengisandi að þeir væru hugsi yfir því að það sem kom upp úr kössunum væri ekki alveg í takt við þær fylgiskannanir sem birtustu dagana fyrir kosningar. Framkvæmdastjóri Maskínu, eitt þeirra fyrirtækja sem framkvæmir slíkar kannanir, segir muninn eðlilegan. „Það var náttúrlega alls ekki langt á milli. Það var í mörgum tilfellum innan við eitt prósentustig sem munar á niðurstöðum kannanna og kosninga og upp í þrjú prósentustig. Fólk verður að hafa í huga að það er ýmislegt sem getur gerst nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Kannanir sem birtar eru daginn fyrir kjördag eru unnan nokkrum dögum áður. Í milli tíðinni geti ýmislegt gerst, sem gæti til dæmis útskýrt muninn á fylgi Viðreisnar og Sósíalista í könnunum og kosningunum. Þóra nefnir þar orð Seðlabankastjóra sem beindust að stefnu Viðreisnar um að binda gengi krónunnar við Evru og birtust daginn fyrir kjördag. „Svo kannski líka, Sósíalistaflokkurinn talaði kannski með aðeins öðrum hætti síðustu dögunum fyrir kosningar sem gæti hafa haft það í för með sér að eitthvað af fylgi þeirra fór yfir á Flokk fólksins.“ Fólk eigi það einfaldlega til að skipta um skoðun í kjörklefanum að mati Þóru. „Það hefur komið í ljós í kosningarannsóknum að það eru fleiri og fleiri sem taka ákvörðun í kjörklefanum þannig að það er alveg eðlilegt að það sé einhver munur á kosningum og könnunum, nokkrum dögum fyrir kosningar.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira