Slæma stelpan og fyrrverandi UFC drottningin Ronda Rousey orðin móðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2021 07:01 Ronda Rousey ásamt eiginmanni og barnsföður sínum. Paul Archuleta/FilmMagic Hin 34 ára gamla Ronda Rousey birti færslu á Instagram-síðu þess efnis að hún hefði eignast stúlkubarn með eiginmanni sínum Travis Browne. Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld. Tímamót Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Travis, líkt og Ronda, keppti einnig í UFC á sínum tíma og því er auðvelt að gera sér í hugarlund hvaða íþrótt hin nýfædda Makalapuaokalanipō Browne mun stunda þegar fram líða stundir. View this post on Instagram A post shared by Ronda Rousey (@rondarousey) Hvað varðar frægð og frama í íþróttinni þá kemst Travis ekki með tærnar þar sem Ronda hafði hælana en hún var óumdeilanlega ein stærsta stjarna íþróttarinnar þegar stjarna hennar skein sem skærast. „Rowdy“ Ronda Rousey var þegar orðin stórt nafn innan bardagasenunnar Vestanhafs áður en hún samdi við UFC árið 2012. Varð hún þar með fyrsta konan til að semja við UFC-samsteypuna. Ronda var einfaldlega ósigrandi næstu árin og vann hvern bardagann á fætur öðrum. Hún var þekkt fyrir að jarða andstæðinga sína strax í upphafi, til að mynda vann hún einn bardaga á aðeins 14 sekúndum. Ronda Rousey lét verkin tala í hringnum.Vísir/Getty Í nóvember 2015 kom fyrsta tapið en hún var þá þegar farin að einbeita sér að öðru en UFC. Tapið kom gegn Holly Holm og tók það Rondu dágóðan tíma að jafna sig. Ári síðar tapaði hún aftur og hefur hún ekki keppt í UFC síðan. Ronda var mjög fær í júdó og vann til að mynda til verðlauna á Ólympíuleikunum 2008. Hún var einnig mikill aðdáandi glímu og færði sig tímabundið yfir í WWE-glímu. Þá hefur hún verið dugleg að láta til sín taka á öðrum sviðum, meðal annars tölvuleikjum. Sumarið 2017 - ári áður en hún var tekin inn í frægðarhöll UFC - má segja að ferill Rondu Rousey hafi náð hápunkti, allavega á Íslandi. Hún var þá stór hluti af sumarsmellnum B.O.B.A sem sunginn var af þeim JóaPé og Króla. Lagið fór líkt og eldur um sinu á útvarpsstöðvum landsins og var spilað oftar en góðu hófi gegnir. Í viðlagi lagsins - sem hefur verið spilað 3.290.907 sinnum á Spotify þegar fréttin er skrifuð - syngja þeir félagar: „Slæmar stelpur gera mig svo rousey eins og Ronda.“ Ronda Rousey hefur einnig reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu. Hún hefur leikið í kvikmyndum á borð við The Expendables 3, Furious 7, Entourage, Mile 22 og Charlie´s Angels ásamt fjölda sjónvarpsþátta. Ronda Rousey is now officially the first person in human history to be a @WWE Champion, UFC Champion and a mom! Congrats to Ronda & Travis! pic.twitter.com/SGLJsWQTsc— Ryan Pappolla (@BodieIsRyan) September 28, 2021 Nú hefur hin 34 ára gamla Ronda ákveðið að taka að sér enn eitt hlutverkið og má reikna með að hún tækli það af sinni alkunni snilld.
Tímamót Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira