Felldi Real Madrid með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 12:00 Sebastien Thill sést hér sýna húðflúrið á Estadio Santiago Bernabeu í gærkvöldi. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Sebastien Thill og Sheriff Tiraspol eru leikmaður og lið sem fáir bjuggust við að ættu fyrirsagnirnar eftir Liverpool, PSG og Real Madrid kvöld í Meistaradeildinni. Svo var þó raunin í gærkvöldi. Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira
Sebastien Thill tryggði Sheriff Tiraspol 2-1 útisigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu og varð um leið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg sem nær að skora í Meistaradeildinni. „Þetta er besta og mikilvægasta markið mitt á ferlinum. Á því er enginn vafi,“ sagði Sebastien Thill eftir leikinn. Sheriff Tiraspol's hero Sebastien Thill has gone from Champions League dreamer to toppling Real Madrid | @mcgrathmike https://t.co/070El17P9K— Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 29, 2021 Thill var á láni hjá rússneska félaginu FC Tambov á síðustu leiktíð en liðið varð gjaldþrota í maí. „Allt liðið sýndi svo mikið hugrekki í leik sínum og ég var hafði nógu mikla heppni með mér til að ná að skora þokkalegasta mark,“ sagði Thill. „Við misstum algjörlega stjórn á okkur eftir leikinn. Það eru fullt af erlendum leikmönnum í liðnu og við erum að koma alls staðar af úr heiminum. Það er okkar styrkur,“ sagði Thill. Sebastien Thill er 27 ára gamall og hafði aldrei spilað í Meistaradeildinni fyrir þetta tímabil. Hans ferill hefur verið nær eingöngu í Lúxemborg fyrir utan síðasta tímabil í Rússlandi og þetta í Moldóvu. Sheriff's Sébastien Thill = 1st player from Luxembourg to score in the #UCL era pic.twitter.com/gsA0KsxDbf— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 28, 2021 Hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í sextán landsleikjum fyrir Lúxemborg. Markið kom í fyrsta leik en hann hefur ekki skorað í síðustu fimmtán. Thill hefur hins vegar alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni og það má sjá á húðflúri á fæti hans. Húðflúrið komst í fréttirnar eftir afrek Thill í gærkvöldi. Það eru ekki allir sem eru með Meistaradeildardrauma sína húðflúraða á fætinum eins og sjá má hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Húðflúr Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Sjá meira