Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2021 11:52 Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fleiri hundruð skjálftar hafa mælst við fjallið Keili á Reykjanesi síðasta sólarhringinn. Skjálftarnir eru á fimm til sjö kílómetra dýpi og en sá stærsti reið yfir nú á tólfta tímanum í morgun, 3,5 að stærð. „Þetta er að raða sér á milli Litla-Hrúts og Keilis og er þarna nyrst við kvikuganginn. Það er spurning hvað þetta þýðir. Það eru auðvitað virk flekaskil þarna, hvort þetta sé bara eftirspenna þarna eða hvort að kvikan sé að færa sig í þessa átt. Það er eiginlega bara of snemmt að segja til um það, “segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftarnir hafa raðað sér á milli Kelis og Litlahrútar, sem er við nyrsta hluta kvikugangsins við Fagradalsfjall. Verði eldsuppkoma við Keili, og þar með norðan við vatnaskil Reykjanesskaga, þá er líklegra að hraun renni í átt að Faxaflóa og þar með til Reykjanesbrautar. „En það er ekkert víst að kvikan myndi brjóta sér leið nær þarna eða hvort það yrði nær Litla-Hrút. Það er erfitt að segja til um það akkúrat núna ef það skyldi gerast.“ Landris heldur áfram við Öskju Þá hefur land risið við Öskju síðan í september. Landrisið hefur náð ellefu sentímetrum en því fylgir ekki óregulegir skjálftar. Er það rakið til kvikuumbrota á tveggja til þriggja kílometra dýpi. „Þetta er frekar venjulegt. Gerist hægt og rólega. Það þarf ekki endilega að þýða að það gerist á næstunni. Við sáum það í Fimmvörðuhálsgosinu að það tók um tíu, tuttugu ár að undirbúa sig. Það getur verið að það gerist eitthvað eftir mörg ár. Maður veit það ekki alveg. En svo má vel vera að það gerist eitthvað á næstunni. Það er erfitt að segja til um það,“ segir Lovísa Mjöll.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01 Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Skjálftahrina við Keili síðastliðinn sólarhring með rætur skammt frá gígnum Rúmlega hundrað skjálftar hafa verið mælst við Keili síðasta sólarhringinn í skjálftahrinu sem hófst seinni partinn í gær. Stærstu skjálftarnir voru 2,5 að stærð en dregið hefur talsvert úr virkninni eftir hádegi í dag. 28. september 2021 18:01
Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. 18. september 2021 12:18
Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9. september 2021 16:47