Erlent

Yo­uT­u­be í hart gegn and­stæð­ing­um ból­u­setn­ing­a

Samúel Karl Ólason skrifar
Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19.
Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19. Getty

Forsvarsmenn myndbandaveitunnar YouTube hafa ákveðið að fara í hart gegn andstæðingum bólusetninga. Fólk sem dreifir efni þar sem farið er með fleipur um bóluefni og bólusetningar verður bannað og rásum þeirra lokað. Þá verður öllu slíku efni eytt af veitunni.

Þetta var tilkynnt í dag og snýr að myndefni þar sem því er haldið fram að bóluefni sem hafi verið samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum séu óskilvirk eða hættuleg. Aðgerðirnar snúa ekki eingöngu að efni um Covid-19 og kórónuveiruna heldur öll bóluefni.

Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa einnig ákveðið að loka reikningum margra aðila sem eru frægir í hópi andstæðinga bólusetninga vestanhafs. Þar á meðal eru þeir Robert F. Kennedy yngri og Joseph Mercola.

Í blogfærslu þar sem ákvörðunin var tilkynnt segir að frá því í fyrra hafi rúmlega 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube þar sem þau hafi brotið gegn skilmálum veitunnar varðandi Covid-19.

Í tengslum við þá vinnu hafi starfsmenn fyrirtækisins lært mikilvægar lexíur um það hvernig eigi að tækla falskar upplýsingar. Þá hafi starfsmenn YouTube orðið sífellt meira varir við það að falskar upplýsingar um bóluefni við Covid-19, væru að verða að áróðri gegn bólusetningum almennt.

Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar um árabil haldið því fram að umrætt efni á YouTube sé meðal ástæðna fyrir því að vantrú á bóluefni hafi aukist í heiminum og sérstaklega í Bandaríkjunum.

YouTube bannaði í gær rásir rússneska ríkismiðilsins RT í Þýskalandi vegna brota á skilmálum myndbandaveitunnar varðandi Covid-19. Ráðamenn í Rússlandi hafa heitið hefndum vegna þess.

Forsvarsmenn YouTube hafa varist áköllum um að grípa til frekari aðgerða gegn áróðri varðandi bóluefni og bólusetningar. Með þessum breytingum færist YouTube nær samfélagsmiðlum eins og Faecbook og Twitter.

Meira en þriðjungur heimsbúa hafa verið bólusettir gegn Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×