Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 09:31 Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarki sínu fyrir Manchester United á móti Villarreal á Old Trafford í gærkvöldi. EPA-EFE/Peter Powell Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
Villarreal komst yfir í leiknum en United mönnum tókst að jafna. Það var síðan komið langt fram í uppbótatíma þegar bjargvætturinn Ronaldo steig fram einu sinni sem oftar. Ronaldo setur met nánast í hverju leik og í gær varð hann líka einn leikjahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. Ladies and gentlemen: . @Cristiano #MUFC | #UCL pic.twitter.com/iCX9qNsRBG— Manchester United (@ManUtd) September 29, 2021 Hann setti líka athyglisvert félagsmet með marki sínu í gær og svo skemmtilega vill til að hann tók gamla metið af knattspyrnustjóra sínum Ole Gunnari Solskjær. Fyrir leikinn á Old Trafford í gærkvöldi þá var það einmitt Solskjær sem hafði skorað það sigurmark í Meistaradeildinni sem þurfti að bíða lengst eftir. Solskjær tryggði Manchester United 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 1999. Það var kom eftir 92 mínútur og 17 sekúndur og tryggði United Meistaradeildarbikarinn með dramatískum hætti. MNU 2-1 VLL (FT) - Goles más tardíos del United para ganar un partido de #UCL CRISTIANO contra el Villarreal/2021 (94'13")Solskjaer contra el Bayern/1999 (92'17")Cristiano contra el Sporting/2007 (91'56")Fellaini contra el Young Boys/2018 (90'14")https://t.co/A8bGVkQkLz— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 29, 2021 Þetta mark Solskjær er án vafa hans frægasta á ferlinum enda tryggði það ekki aðeins United sigurinn í Meistaradeildinni heldur kórónaði það líka þrennutímabilið 1998-99 þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina. Enginn hafði skorað sigurmark fyrir United í Meistaradeildinni seinna í leik þar til í gærkvöldi. Mark Ronaldo í gær kom hins vegar eftir 94 mínútur og 13 sekúndur en uppbótatíminn var fimm mínútur og því að renna út þegar Portúgalinn sýndi enn á ný mikilvægi sitt. Cristiano Ronaldo sets the record for the latest winning goal for Manchester United in #UCL history.The previous record holder: Ole Gunnar Solskjaer vs. Bayern in 1999. pic.twitter.com/smpTYuK2nQ— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Sigurmörk Manchester United í Meistaradeildinni sem hafa komið síðast í leikjum: 94 mínútur og 13 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Villarreal 2021 92 mínútur og 17 sekúndur - Ole Gunnar Solskjær á móti Bayern München 1999 91 mínúta og 56 sekúndur - Cristiano Ronaldo á móti Sporting 2007 90 mínútur og 14 sekúndur - Marouane Fellaini á móti Young Boys 2018
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira