Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 11:41 Ættingjar fórnarlamba sprengingunnar segja stjórnmálamenn hindra framgang réttvísinnar. Rannsókn á sprengingunni hefur verið stöðvað í annað sinn eftir að kvörtun frá fyrrverandi ráðherra barst vegna rannsakenda. Getty/Marwan Naamani Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Bitar var gert að stöðva rannsókn sína á mánudag þegar fyrrverandi ráðherra, sem átti að mæta til skýrslutöku, kvartaði undan dómaranum og sagði hann ekki hlutlausan í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Enn hefur enginn verið gerður ábyrgur fyrir sprengingunni, sem varð í ágúst í fyrra, þar sem 219 féllu og meira en sjö þúsund særðust. Eldur kviknaði á höfninni í Beirút sem varð þess valdur að 2.570 tonn af ammóníum nítrati, sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í borginni, sprakk í loft upp. Efnin höfðu þá verið í vöruskemmunni frá árinu 2014 og höfðu embættismenn ítrekað verið varaðir við hættunni frá þeim. Þetta er annað skiptið sem rannsókn á sprengingunni er stöðvuð eftir kvörtun hátt setts stjórnmálamanns, sem boðaður hefur verið til skýrslutöku. Forveri Bitars í rannsókninni var látinn hætta fyrr á þessu ári eftir að hann var sakaður um vanrækslu af Hassan Diab, sem var forsætisráðherra Líbanon þegar sprengingin varð, Ali Hassan Khalil, þáverandi fjármálaráðherra, Youssef Finyanus og Ghazi Zaiter, fyrrverandi atvinnumálaráðherrum. Mennirnir fjórir þvertóku allir fyrir að hafa gert nokkuð rangt og neituðu að mæta til skýrslutöku. Þá sökuðu þeir rannsakandann um að misnota vald sitt. Bitar hefur nú verið sakaður um slíkt hið sama af öðrum stjórnmálamanni sem ekki vildi mæta til skýrslutöku, honum Nohad Machnouk fyrrverandi innanríkisráðherra, og mun Bitar þurfa að hætta rannsókn sinni þar til dómstólar taka ákvörðun um annað. Ættingjar fórnarlamba segja að valdamiklir stjórnmálamenn komi nú í veg fyrir framgang réttvísinnar og beiti valdi sínu til að grafa undan Bitar.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46
Minnst 28 eru látin eftir sprengingu í Líbanon Minnst 28 hafa látist og 79 eru slasaðir eftir mikla sprengingu í eldsneytistanki í héraðinu Akkar í norðurhluta Líbanons. 15. ágúst 2021 20:07
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00