Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2021 16:05 Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur skorað á Ágúst Beintein að afhenda Húsdýragarðinum refinn Gústa áður en sambúðin verður of erfið. vísir „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Dýraþjónustu Reykjavíkur um refinn Gústa Jr. sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu. Ágúst Beinteinn lýsti því í samtali við Vísi í morgun að Matvælastofnun hafi gert tilraun til að innheimta refinn og fara með hann í Húsdýragarðinn sem Ágúst tók ekki til greina. Dýraþjónusta Reykjavíkur, sem sér um Húsdýragarðinn, virðist á sama máli og MAST. Í færslu Dýraþjónustunnar segir að af fréttum að dæma sé refurinn Gústi yrðlingur frá því í vor. Búast megi því við að hann sé enn frekar krúttlegur og þokkalega lyktandi en það muni breytast á næstu mánuðum þegar dýrið verði kynþroska. „Á þeim tímapunkti mun rebbi einnig taka að ókyrrast í haldi. Í ljósi þess að hér er um dýravelferðarmál að ræða hefur Matvælastofnun þegar reynt að ná dýrinu án árangurs. Sá aldursgluggi sem yrðlingurinn hafði til að aðlagast sínu náttúrulega umhverfi hefur nú líklegast til lokast,“ segir í færslunni. Dýraþjónustan leiðir að því líkum að Ágúst muni eflaust gefast upp á sambúðinni við Gústa og það endi á því að refurinn verði aflífaður. „Kannski verður fólk þá búið að missa áhuga á refnum og „lækum“ og „views“ farið að fækka.“ „Í Húsdýragarðinum hefur í gegnum tíðina verið tekið á móti ófáum refum sem fólk hefur tekið til sín sem yrðlinga – þetta eru villt dýr í hremmingum. Þessi dýr eiga í fæstum tilfellum afturkvæmt í náttúruna og það sama gildir líklega um Gústa,“ segir í færslunni. Sé ekki pláss í Húsdýragarðinum megi hins vegar reyna að senda Gústa annað og hafi refir til að mynda verið sendir í dýragarða í Noregi og Svíþjóð, þar sem tegundin eigi sér líka náttúruleg heimkynni þó stofninn sé þar orðinn lítill. „Dýraþjónusta Reykjavíkur skorar því á Ágúst að afhenda refinn til okkar í Húsdýragarðinum og við munum gera okkar besta til að finna honum ásættanlegan samastað. Þetta er það skásta í stöðunni úr því sem komið er.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Gæludýr Refurinn Gústi jr. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira