„Ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 23:00 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Gaupa í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að hann og starfslið hans hafi þurft að þróa liðið hraðar en þau hafi óskað eftir. Hann segir aðstæðurnar krefjandi, og að ekki sé alltaf hægt að meta árangur út frá úrslitum. „Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
„Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ Sjá meira
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti