Segir að Mo Salah sé betri en Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 09:30 Mohamed Salah fagnar öðru marka sinna á móti Porto ásamt Sadio Mane. AP/Luis Vieira Fyrrum leikmaður Liverpool hrósar Mohamed Salah mikið og segir að hann sé kominn fram úr þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi sem besti fótboltaleikmaður heims í dag. Þetta var Meistaradeildarvika í evrópska fótboltanum og það kom því fáum á óvart að þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafi eignað sér fyrirsagnirnar einu sinni sem oftar. "There s Messi and Ronaldo, who are on their own, but right now they re not as good as Salah."It has been claimed Mohamed Salah is currently the best player in the world https://t.co/bIZGQyDj2Z pic.twitter.com/9LPp8UP7Ew— SPORTbible (@sportbible) September 30, 2021 Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Paris Saint Germain í sigri á Manchester City á þriðjudagskvöldið og sólarhring síðar skoraði Ronaldo dramatísk sigurmark Manchester United í uppbótatíma. Það var því minni athygli á afrekum Liverpool mannsins Mohamed Salah sem skoraði tvö mörk í 5-1 útisigri liðsins á Porto. Dean Saunders, fyrrum framherji Liverpool, vildi vekja athygli á gæðum Mo Salah og hversu vel hann hefur byrjað þetta tímabil. „Akkúrat núna, hver er betri en hann í heiminum,“ spurði Dean Saunders í þætti í talkSPORT útvarpinu en svaraði svo sjálfur. „Átta mörk í átta leikjum frá hægri vængnum. Hann er ekki að spila fyrir framan markið. Hann lítur út fyrir að vera óstöðvandi,“ sagði Saunders. „Það eru vissulega Messi og Ronaldo, sem eru sér á báti, en einmitt núna þá eru þeir ekki eins góðir og Salah,“ sagði Saunders. Right now, who s better than him? I m ruling Robert Lewandowski & Benzema out of the arguement. They don t play in the Premier League. Dean Saunders feels Mo Salah could be the best player in the world right now pic.twitter.com/VTRLOYsDbK— talkSPORT (@talkSPORT) September 28, 2021 Saunders var spurður hvort hann vildi hafa Salah eða Ronaldo í sínu liði. „Akkúrat núna, Salah. Það er auðvelt að svara Ronaldo en eins og staðan er núna þá myndi ég velja Salah því hann lítur út eins og hann ætli að skora í hverri viku,“ sagði Saunders. Mohamed Salah er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og þrjú mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni. Alls hefur hann skorað 128 mörk í 196 leikjum í þessum tveimur keppnum síðan að hann kom til Liverpool. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Þetta var Meistaradeildarvika í evrópska fótboltanum og það kom því fáum á óvart að þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafi eignað sér fyrirsagnirnar einu sinni sem oftar. "There s Messi and Ronaldo, who are on their own, but right now they re not as good as Salah."It has been claimed Mohamed Salah is currently the best player in the world https://t.co/bIZGQyDj2Z pic.twitter.com/9LPp8UP7Ew— SPORTbible (@sportbible) September 30, 2021 Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir Paris Saint Germain í sigri á Manchester City á þriðjudagskvöldið og sólarhring síðar skoraði Ronaldo dramatísk sigurmark Manchester United í uppbótatíma. Það var því minni athygli á afrekum Liverpool mannsins Mohamed Salah sem skoraði tvö mörk í 5-1 útisigri liðsins á Porto. Dean Saunders, fyrrum framherji Liverpool, vildi vekja athygli á gæðum Mo Salah og hversu vel hann hefur byrjað þetta tímabil. „Akkúrat núna, hver er betri en hann í heiminum,“ spurði Dean Saunders í þætti í talkSPORT útvarpinu en svaraði svo sjálfur. „Átta mörk í átta leikjum frá hægri vængnum. Hann er ekki að spila fyrir framan markið. Hann lítur út fyrir að vera óstöðvandi,“ sagði Saunders. „Það eru vissulega Messi og Ronaldo, sem eru sér á báti, en einmitt núna þá eru þeir ekki eins góðir og Salah,“ sagði Saunders. Right now, who s better than him? I m ruling Robert Lewandowski & Benzema out of the arguement. They don t play in the Premier League. Dean Saunders feels Mo Salah could be the best player in the world right now pic.twitter.com/VTRLOYsDbK— talkSPORT (@talkSPORT) September 28, 2021 Saunders var spurður hvort hann vildi hafa Salah eða Ronaldo í sínu liði. „Akkúrat núna, Salah. Það er auðvelt að svara Ronaldo en eins og staðan er núna þá myndi ég velja Salah því hann lítur út eins og hann ætli að skora í hverri viku,“ sagði Saunders. Mohamed Salah er með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og þrjú mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni. Alls hefur hann skorað 128 mörk í 196 leikjum í þessum tveimur keppnum síðan að hann kom til Liverpool.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira