Fimm lið enn án sigurs í ensku úrvalsdeildinni: Hvað er eiginlega í gangi? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 08:01 Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa ekki enn unnið leik. Daniel Chesterton/Getty Images Þegar sex umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni hafa fimm lið ekki enn unnið leik. Það þarf að fara aftur til tímabilsins 1964-1965 til að finna álíka tölfræði. Nýliðar Norwich City hafa tapað öllum sex leikjum sínum til þessa. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa gert tvö jafntefli en tapað fjórum. Lærisveinar Marcelo Bielsa hafa tapað þremur og gert þrjú jafntefli líkt og Newcastle United undir stjórn Steve Bruce á meðan Southampton hefur gert fjögur jafntefli og tapað tveimur leikjum. Five teams are without a win after six games for the first time in England's top flight since 1964-65.So, what on earth is going on & how can each team fix it? @dansheldonsport @ChrisDHWaugh @PhilHay_ @adjones_journo @michaeljbailey— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 1, 2021 Alls hafa þessi fimm lið spilað 30 leiki til þessa í deildinni án þess að vinna einn einasta. The Athletic fór í saumana á hvað er í gangi hjá félögunum og hvort þau þurfi að hafa áhyggjur af falldraugnum fræga. Southampton (16. sæti með 4 stig) Svarið varðandi skort á sigrum hjá Southampton er nokkuð augljóst, liðið er steingelt fram á við. Liðið hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum, eitt af þeim var sjálfsmark mótherja og annað kom úr vítaspyrnu. Adam Armstrong var fenginn inn til að fylla skarð Danny Ings sem fór til Aston Villa. Armstrong þarf að reima á sig markaskóna og það strax ef ekki á illa að fara. Adam Armstrong þarf að fara koma tuðrunni í netið.Robin Jones/Getty Images Í dag fer Southampton í heimsókn á Brúnna og mætir Chelsea-liði sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Það má því reikna með heimamönnum vel gíruðum til að binda endi á slæmt gengi sitt og ef við erum hreinskilin eru litlar sem engar líkur á að fyrsti sigur Southampton komi í dag. Newcastle United (17 sæti með 3 stig) Ástæða þess að Newcastle hefur ekki unnið leik er að liðið er ekkert sérstaklega gott. Liðið er ágætlega mannað, sérstaklega fram á við, en það er einfaldlega ekki nóg. Þá hefur liðið lekið 14 mörkum til þessa og virðist ekki geta varist fyrir sitt litla líf. Stuðningsfólk félagsins er ósátt með Mike Ashley, eiganda félagsins, sem og þjálfarann Bruce. Lítil sem engin jákvæðni er í kringum klúbbinn og stefnir allt í að hann fari úr öskunni í eldinn hvað á hverju. Lærisveinar Steve Bruce geta ekki neitt.vísir/Getty Newcastle heimsækir Wolves í dag og þó Bruno Miguel Silva do Nascimento sé enn að setja handbragð sitt á liðið eftir að taka við því sumar stefnir í að Newcastle verði sem lömb leidd til slátrunar. Leeds United (18. sæti með 3 stig) Bielsa hefur ekki enn náð að stilla upp sínu sterkasta liði og þá hafa nýir leikmenn átt erfitt uppdráttar. Þar má nefna Junior Firpo sem kom frá Barcelona. "From training an hour a day at Barca, to 'all or nothing' at Leeds."It's been a culture change for him."Why is Junior Firpo struggling at #LUFC? — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 1, 2021 Það hjálpar ekki til að Leeds náði ekki að klófesta Conor Gallagher eða Lewis O‘Brien í sumar og er liðið því frekar þunnskipað á miðju vallarins. Nýliðar Watford koma í heimsókn á Elland Road í dag og ef einhvern tímann það er góður leikur til að koma tímabilinu af stað þá er það í dag. Burnley (19. sæti með 2 stig) Sean Dyche hefur séð þetta allt áður. Burnley hefur oft farið illa af stað eftir að hafa lítið sem ekkert verslað um sumarið. Það er hins vegar spurning hversu oft slíkt gengur eftir, á endanum klikkar eitthvað. Sean Dyche vill sjá sitt lið fara upp töfluna.Clive Brunskill/Getty Images Ótrúlegt en satt hefur Burnley reyndar spilað ágætlega en stigasöfnunin er lítil sem engin. Jóhann Berg og félagar hafa komist yfir í leikjum en nær alltaf misst það niður. Stuðningsfólk félagið er ekki enn farið að hafa áhyggjur en ef liðið fer ekki að setja stig á töfluna stefnir í langan og erfiðan vetur. Að því sögðu koma nýliðar Norwich City í heimsókn í dag og þeir geta bókstaflega ekki neitt. Norwich City (20. sæti með 0 stig) Norwich féll með glæsibrag tímabilið 2019/2020 og flaug svo upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Nú stefnir einfaldlega í að met Derby County frá tímabilinu 2007/2008 sé í hættu en félagið féll með aðeins 11 stig. Sex leikir, sex töp, tvö mörk skoruð og 16 fengin á sig. Kanarífuglarnir eru á leiðinni niður og það fyrir jól með þessu áframhaldi. Daniel Farke er með ensku B-deildina á lás en enska úrvalsdeildin er að reynast honum töluvert erfiðari.Jay Barratt/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Nýliðar Norwich City hafa tapað öllum sex leikjum sínum til þessa. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa gert tvö jafntefli en tapað fjórum. Lærisveinar Marcelo Bielsa hafa tapað þremur og gert þrjú jafntefli líkt og Newcastle United undir stjórn Steve Bruce á meðan Southampton hefur gert fjögur jafntefli og tapað tveimur leikjum. Five teams are without a win after six games for the first time in England's top flight since 1964-65.So, what on earth is going on & how can each team fix it? @dansheldonsport @ChrisDHWaugh @PhilHay_ @adjones_journo @michaeljbailey— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 1, 2021 Alls hafa þessi fimm lið spilað 30 leiki til þessa í deildinni án þess að vinna einn einasta. The Athletic fór í saumana á hvað er í gangi hjá félögunum og hvort þau þurfi að hafa áhyggjur af falldraugnum fræga. Southampton (16. sæti með 4 stig) Svarið varðandi skort á sigrum hjá Southampton er nokkuð augljóst, liðið er steingelt fram á við. Liðið hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum, eitt af þeim var sjálfsmark mótherja og annað kom úr vítaspyrnu. Adam Armstrong var fenginn inn til að fylla skarð Danny Ings sem fór til Aston Villa. Armstrong þarf að reima á sig markaskóna og það strax ef ekki á illa að fara. Adam Armstrong þarf að fara koma tuðrunni í netið.Robin Jones/Getty Images Í dag fer Southampton í heimsókn á Brúnna og mætir Chelsea-liði sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Það má því reikna með heimamönnum vel gíruðum til að binda endi á slæmt gengi sitt og ef við erum hreinskilin eru litlar sem engar líkur á að fyrsti sigur Southampton komi í dag. Newcastle United (17 sæti með 3 stig) Ástæða þess að Newcastle hefur ekki unnið leik er að liðið er ekkert sérstaklega gott. Liðið er ágætlega mannað, sérstaklega fram á við, en það er einfaldlega ekki nóg. Þá hefur liðið lekið 14 mörkum til þessa og virðist ekki geta varist fyrir sitt litla líf. Stuðningsfólk félagsins er ósátt með Mike Ashley, eiganda félagsins, sem og þjálfarann Bruce. Lítil sem engin jákvæðni er í kringum klúbbinn og stefnir allt í að hann fari úr öskunni í eldinn hvað á hverju. Lærisveinar Steve Bruce geta ekki neitt.vísir/Getty Newcastle heimsækir Wolves í dag og þó Bruno Miguel Silva do Nascimento sé enn að setja handbragð sitt á liðið eftir að taka við því sumar stefnir í að Newcastle verði sem lömb leidd til slátrunar. Leeds United (18. sæti með 3 stig) Bielsa hefur ekki enn náð að stilla upp sínu sterkasta liði og þá hafa nýir leikmenn átt erfitt uppdráttar. Þar má nefna Junior Firpo sem kom frá Barcelona. "From training an hour a day at Barca, to 'all or nothing' at Leeds."It's been a culture change for him."Why is Junior Firpo struggling at #LUFC? — The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 1, 2021 Það hjálpar ekki til að Leeds náði ekki að klófesta Conor Gallagher eða Lewis O‘Brien í sumar og er liðið því frekar þunnskipað á miðju vallarins. Nýliðar Watford koma í heimsókn á Elland Road í dag og ef einhvern tímann það er góður leikur til að koma tímabilinu af stað þá er það í dag. Burnley (19. sæti með 2 stig) Sean Dyche hefur séð þetta allt áður. Burnley hefur oft farið illa af stað eftir að hafa lítið sem ekkert verslað um sumarið. Það er hins vegar spurning hversu oft slíkt gengur eftir, á endanum klikkar eitthvað. Sean Dyche vill sjá sitt lið fara upp töfluna.Clive Brunskill/Getty Images Ótrúlegt en satt hefur Burnley reyndar spilað ágætlega en stigasöfnunin er lítil sem engin. Jóhann Berg og félagar hafa komist yfir í leikjum en nær alltaf misst það niður. Stuðningsfólk félagið er ekki enn farið að hafa áhyggjur en ef liðið fer ekki að setja stig á töfluna stefnir í langan og erfiðan vetur. Að því sögðu koma nýliðar Norwich City í heimsókn í dag og þeir geta bókstaflega ekki neitt. Norwich City (20. sæti með 0 stig) Norwich féll með glæsibrag tímabilið 2019/2020 og flaug svo upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð. Nú stefnir einfaldlega í að met Derby County frá tímabilinu 2007/2008 sé í hættu en félagið féll með aðeins 11 stig. Sex leikir, sex töp, tvö mörk skoruð og 16 fengin á sig. Kanarífuglarnir eru á leiðinni niður og það fyrir jól með þessu áframhaldi. Daniel Farke er með ensku B-deildina á lás en enska úrvalsdeildin er að reynast honum töluvert erfiðari.Jay Barratt/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira