„Kynlíf er val en ekki kvöð“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. október 2021 11:20 Kynfræðingurinn Sigga Dögg heldur úti námskeiðum fyrir foreldrar til að fræða þá og styðja í samskiptum og samtali við börn sín um kynfræðslu og tengd efni. „Foreldrar ættu algjörlega að kaupa verjur fyrir unglinginn. Um að gera að eiga alltaf nóg af smokkum heima og minna unglinginn á að ganga með hann á sér,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er rafrænt námskeið sem kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir. Námskeiðið er ætlað foreldrum og uppalendum til að veita þeim fræðslu og aðstoð við það að ræða um kynfræðslu og fræða börnin sín. Námskeiðin eru fjögur talsins og skipt upp eftir aldurshópum barnanna, 0 - 6 ára, 6 - 12 ára, 12 - 15 ára og 15 - 18 ára. Í elsta aldurshópnum er af mörgu að taka enda viðkvæmur og fallegur aldur þar sem stökkin geta verið mjög stór og mikið um allskonar fyrstu skipti. Samtalið um kynlíf getur vafist fyrir mörgum foreldrum og velta eflaust einhverjir fyrir sér hversu nauðsynlegt það er. Foreldrar verði að vera auðmjúk Hefur þú rætt við unglinga um það hvernig þeim líður með það að foreldrar tali um kynlíf við þá? Hvernig er best að gera það? Þeim finnst það auðvitað hræðilega vandræðalegt en þau eru líka unglingar - lífið er vandræðalegt á þessum aldri og fullorðnir eru krónískt vandræðalegir í þeirra augum. Við verðum að vera auðmjúk gagnvart þessu tímabili þegar sjálfhverfan er alger og allir aðrir óþolandi. Við hefjum okkur yfir slíkar áhyggjur og munum að hlutverk foreldra er að taka allar samræður, erfiðar og skemmtilegar, og þó þeim þyki allskonar um þetta samtal þá er samt svo dýrmætt að taka það. Sigga segir einnig að þetta samtal geti orðið skemmtileg minning fyrir unglinginn að rifja upp þegar hann er orðinn fullorðinn. „Svo ég tali nú ekki um ef sá hinn sami verður svo foreldri einhvern tíma. Mín reynsla er sú að foreldrar sem spjalla við börn sín um kynlíf eru þau sem eru að bæta upp fyrir að hafa ekki fengið neina kynfræðslu sem börn og muna hversu erfitt og óþægilegt það var og vilja gera betur. Eða þau sem einmitt fengu samtalið og muna hversu dýrmætt það var og finnst ekkert nema sjálfsagt að taka það við sín eigin börn.“ Þegar unglingar eru að stíga sín fyrstu skref í ástarsamböndum ættu þeir að fá samtal um samskipti og sambandshegðun frá foreldri sínu að mati Siggu Daggar. Mikilvægt að ræða sambandshegðun Þegar unglingar eru að stíga sín fyrstu skref í ástarsamböndum, hvert er þá hlutverk foreldra, ættu þau að skipta sér af? Og þá hvernig? „Ég myndi allan daginn hvetja foreldra til að hafa mikið og opið spjall hér við unglinginn sinn um tilfinningar og samskipti og væntingar. Við getum mörg hver miðlað af reynslu hér og kennt þeim hvað er heilbrigð og hvað er óheilbrigð sambandshegðun, líkt og fýlustjórnun er ekki vænleg til vinnings og að maður þurfi að tjá væntingar sínar, tilfinningar og hugsanir.“ Sigga segir það gæti verið góð hugmynd að bjóða barninu sínu og kærasta eða kærustu í mat og reyna að halda þeim nálægt sér þar sem þau eru í góðu öryggi. „Gott er að minna á að þegar foreldrar eru að spjalla svona þá er það ekki útfrá stjórnsemi heldur umhyggju, þau vilja þeim fyrir bestu og eru að reyna sitt besta til að styðja og vera til staðar. Það þarf að segja þetta upphátt við unglinginn, hann getur átt erfitt með að átta sig á þessu ef upplifunin er sú að foreldrar eru bara „óþolandi“. Eins og margir fróðir foreldrar vita, þetta tímabil líður hjá - eins og flest önnur! Samskipti og samþykki Fyrsta skiptið. Er æskilegt að foreldrar ræði fyrsta skiptið við börnin sín? Hvað ætti að ræða um? Hvað er mikilvægt að koma inn á? „Þarna þarf að tala um ábyrgð, bæði hvað varðar verjur en einnig að þekkja líkama sinn, og mikilvægi samskipta og samþykkis. Ég myndi einnig tala um mikilvægi þess að líða vel með manneskjunni sem maður er með og að kynlíf gangi út á það að njóta samveru með annarri manneskju. Kynlíf snýst ekki um fullnægingu eða að gera einhverjum greiða.“ Áherslan í samtalinu ætti líka að vera sú að kynlíf megi vera gott að skemmtilegt og að það þurfi báðir aðilar að vera til í það. Annars er best bara að sleppa því og njóta eigin líkama. Þá er líka gott að koma inn á það að kynlíf er val í lífinu en ekki kvöð. Það þarf enginn að stunda kynlíf og það þarf alls ekki að drífa sig. Kynlíf er persónuleg ákvörðun fyrir hvern og einn líkama og segir Sigga að foreldrar þurfi líka að ræða það að það má bíða með kynlíf eins lengi og maður vill. „Eða hreinlega sleppa því alfarið. Mér finnst þetta stundum svolítið gleymast.“ Að auka aðgengið að smokknum fyrir unglinginn á heimilinu verður til þess að draga úr þessari skömm sem stundum er til staðar þegar kemur að því að kaupa smokka. Alltaf að eiga nóg af verjum heima fyrir unglinginn Að skerpa á því í samræðum að það sé flóknara að stunda kynlíf með annarri manneskju en bara sjálfum sér. Það eru vissar kröfur sem fylgja því ef við ætlum að stunda kynlíf með annarri manneskju, þá verðum við að geta verið viss um að við getum mætt þessum kröfum, eins og það að tala um hlutina og geta gefið samþykki og virt mörk. Eru unglingar að þínu mati nógu vel upplýstir um kynsjúkdóma? Hvernig ættu foreldrar að upplýsa unglingana sína - kaupa fyrir þá verjur? „Algjörlega að kaupa verjur fyrir unglinginn. Um að gera að eiga alltaf nóg af smokkum heima og minna unglinginn á að ganga með hann á sér.“ Sigga segir að það ætti að vera eins eðlilegt og sjálfsagt að kaupa smokka inn á heimilið eins og hvað annað og foreldrar eigi að vera það fullorðnir að þeir geti keypt smokka skammarlaust. Gott að kaupa þrjá pakka, skella smokkunum í krúttlega krukku og geyma inni hjá unglingnum eða inni á baðherbergi og fylla svo reglulega á. Smokkurinn þarf að vera eðlilegasti hlutur í heimi, því hann er það. Að auka aðgengið að smokknum verður til þess að draga úr þessara skömm að kaupa hann og segir Sigga þetta kjörið tækifæri til þess að vera góð fyrirmynd. „Bæði fyrir þinn ungling og jafnvel allan vinahópinn, þetta er raunveruleg krafa um ábyrgð,“ segir Sigga Dögg að lokum. Kynlíf Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvað ef þú labbar inn á unglinginn? Hvort sem það er forvitni um kynfærin, sjálfsfróun eða smokkinn þá er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvituð og tilbúin til þess að eiga samtalið við unglingana sína. 25. september 2021 07:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Námskeiðið Kjaftað um kynlíf er rafrænt námskeið sem kynfræðingurinn Sigga Dögg stendur fyrir. Námskeiðið er ætlað foreldrum og uppalendum til að veita þeim fræðslu og aðstoð við það að ræða um kynfræðslu og fræða börnin sín. Námskeiðin eru fjögur talsins og skipt upp eftir aldurshópum barnanna, 0 - 6 ára, 6 - 12 ára, 12 - 15 ára og 15 - 18 ára. Í elsta aldurshópnum er af mörgu að taka enda viðkvæmur og fallegur aldur þar sem stökkin geta verið mjög stór og mikið um allskonar fyrstu skipti. Samtalið um kynlíf getur vafist fyrir mörgum foreldrum og velta eflaust einhverjir fyrir sér hversu nauðsynlegt það er. Foreldrar verði að vera auðmjúk Hefur þú rætt við unglinga um það hvernig þeim líður með það að foreldrar tali um kynlíf við þá? Hvernig er best að gera það? Þeim finnst það auðvitað hræðilega vandræðalegt en þau eru líka unglingar - lífið er vandræðalegt á þessum aldri og fullorðnir eru krónískt vandræðalegir í þeirra augum. Við verðum að vera auðmjúk gagnvart þessu tímabili þegar sjálfhverfan er alger og allir aðrir óþolandi. Við hefjum okkur yfir slíkar áhyggjur og munum að hlutverk foreldra er að taka allar samræður, erfiðar og skemmtilegar, og þó þeim þyki allskonar um þetta samtal þá er samt svo dýrmætt að taka það. Sigga segir einnig að þetta samtal geti orðið skemmtileg minning fyrir unglinginn að rifja upp þegar hann er orðinn fullorðinn. „Svo ég tali nú ekki um ef sá hinn sami verður svo foreldri einhvern tíma. Mín reynsla er sú að foreldrar sem spjalla við börn sín um kynlíf eru þau sem eru að bæta upp fyrir að hafa ekki fengið neina kynfræðslu sem börn og muna hversu erfitt og óþægilegt það var og vilja gera betur. Eða þau sem einmitt fengu samtalið og muna hversu dýrmætt það var og finnst ekkert nema sjálfsagt að taka það við sín eigin börn.“ Þegar unglingar eru að stíga sín fyrstu skref í ástarsamböndum ættu þeir að fá samtal um samskipti og sambandshegðun frá foreldri sínu að mati Siggu Daggar. Mikilvægt að ræða sambandshegðun Þegar unglingar eru að stíga sín fyrstu skref í ástarsamböndum, hvert er þá hlutverk foreldra, ættu þau að skipta sér af? Og þá hvernig? „Ég myndi allan daginn hvetja foreldra til að hafa mikið og opið spjall hér við unglinginn sinn um tilfinningar og samskipti og væntingar. Við getum mörg hver miðlað af reynslu hér og kennt þeim hvað er heilbrigð og hvað er óheilbrigð sambandshegðun, líkt og fýlustjórnun er ekki vænleg til vinnings og að maður þurfi að tjá væntingar sínar, tilfinningar og hugsanir.“ Sigga segir það gæti verið góð hugmynd að bjóða barninu sínu og kærasta eða kærustu í mat og reyna að halda þeim nálægt sér þar sem þau eru í góðu öryggi. „Gott er að minna á að þegar foreldrar eru að spjalla svona þá er það ekki útfrá stjórnsemi heldur umhyggju, þau vilja þeim fyrir bestu og eru að reyna sitt besta til að styðja og vera til staðar. Það þarf að segja þetta upphátt við unglinginn, hann getur átt erfitt með að átta sig á þessu ef upplifunin er sú að foreldrar eru bara „óþolandi“. Eins og margir fróðir foreldrar vita, þetta tímabil líður hjá - eins og flest önnur! Samskipti og samþykki Fyrsta skiptið. Er æskilegt að foreldrar ræði fyrsta skiptið við börnin sín? Hvað ætti að ræða um? Hvað er mikilvægt að koma inn á? „Þarna þarf að tala um ábyrgð, bæði hvað varðar verjur en einnig að þekkja líkama sinn, og mikilvægi samskipta og samþykkis. Ég myndi einnig tala um mikilvægi þess að líða vel með manneskjunni sem maður er með og að kynlíf gangi út á það að njóta samveru með annarri manneskju. Kynlíf snýst ekki um fullnægingu eða að gera einhverjum greiða.“ Áherslan í samtalinu ætti líka að vera sú að kynlíf megi vera gott að skemmtilegt og að það þurfi báðir aðilar að vera til í það. Annars er best bara að sleppa því og njóta eigin líkama. Þá er líka gott að koma inn á það að kynlíf er val í lífinu en ekki kvöð. Það þarf enginn að stunda kynlíf og það þarf alls ekki að drífa sig. Kynlíf er persónuleg ákvörðun fyrir hvern og einn líkama og segir Sigga að foreldrar þurfi líka að ræða það að það má bíða með kynlíf eins lengi og maður vill. „Eða hreinlega sleppa því alfarið. Mér finnst þetta stundum svolítið gleymast.“ Að auka aðgengið að smokknum fyrir unglinginn á heimilinu verður til þess að draga úr þessari skömm sem stundum er til staðar þegar kemur að því að kaupa smokka. Alltaf að eiga nóg af verjum heima fyrir unglinginn Að skerpa á því í samræðum að það sé flóknara að stunda kynlíf með annarri manneskju en bara sjálfum sér. Það eru vissar kröfur sem fylgja því ef við ætlum að stunda kynlíf með annarri manneskju, þá verðum við að geta verið viss um að við getum mætt þessum kröfum, eins og það að tala um hlutina og geta gefið samþykki og virt mörk. Eru unglingar að þínu mati nógu vel upplýstir um kynsjúkdóma? Hvernig ættu foreldrar að upplýsa unglingana sína - kaupa fyrir þá verjur? „Algjörlega að kaupa verjur fyrir unglinginn. Um að gera að eiga alltaf nóg af smokkum heima og minna unglinginn á að ganga með hann á sér.“ Sigga segir að það ætti að vera eins eðlilegt og sjálfsagt að kaupa smokka inn á heimilið eins og hvað annað og foreldrar eigi að vera það fullorðnir að þeir geti keypt smokka skammarlaust. Gott að kaupa þrjá pakka, skella smokkunum í krúttlega krukku og geyma inni hjá unglingnum eða inni á baðherbergi og fylla svo reglulega á. Smokkurinn þarf að vera eðlilegasti hlutur í heimi, því hann er það. Að auka aðgengið að smokknum verður til þess að draga úr þessara skömm að kaupa hann og segir Sigga þetta kjörið tækifæri til þess að vera góð fyrirmynd. „Bæði fyrir þinn ungling og jafnvel allan vinahópinn, þetta er raunveruleg krafa um ábyrgð,“ segir Sigga Dögg að lokum.
Kynlíf Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvað ef þú labbar inn á unglinginn? Hvort sem það er forvitni um kynfærin, sjálfsfróun eða smokkinn þá er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvituð og tilbúin til þess að eiga samtalið við unglingana sína. 25. september 2021 07:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: Ferðasjúkur lögfræðingur í leit að ástinni Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Á í stormasömu sambandi við stefnumótaöpp Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Hvað ef þú labbar inn á unglinginn? Hvort sem það er forvitni um kynfærin, sjálfsfróun eða smokkinn þá er mikilvægt að foreldrar barna á kynþroskaskeiðinu séu meðvituð og tilbúin til þess að eiga samtalið við unglingana sína. 25. september 2021 07:01