Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Árni Sæberg skrifar 1. október 2021 21:39 Landsréttur dæmdi karlmann í skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira