Ég hafði alltaf góða tilfinningu Árni Konráð Árnason skrifar 2. október 2021 18:16 Jón Þór Hauksson er að gera góða hluti á Ísafirði og vill halda áfram með liðið. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira