Sport

Kristín nældi í brons á HM og sló Ís­lands­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristín náði frábærum árangri i dag.
Kristín náði frábærum árangri i dag. Kraft.is

Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir vann til bronsverðlauna er hún tók þátt á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð í gær. Er þetta hennar fyrsta stórmót í kraftlyfingum. 

Kristín keppti í -84 kílógramma flokki og stóð sig frábærlega. Var hún ekki nema fimm kg frá því að vinna til silfurverðlauna.

Keppt var í þremur greinum: hnébeygju, bekkpressu og dauðalyftu. Kristín gerði sér lítið fyrir og beygði 217,5 kíló í hnébeygjunni. Í bekkpressu yfti hún 112,5 kílóum og endaði svo á að taka 222,5 kíló í réttstöðulyftu.

Samkvæmt vef Kraftlyftingarsambands Íslands erum að ræða ný og glæsileg Íslandsmet. Þá var bætti Kristín sig persónulega um 12,5 kíló. 

Auk þess jafnaði hún Evrópumetið í hnébeygju en þar sem metið hafði verið sett samdægurs þá er það ekki skráð á Kristínu. Ef met er sett og jafnað sama dag fær sá sem setti metið upphaflega það skráð á sig.

Kristín er tiltölulega nýbyrjuð að stunda kraftlyftingar og gerir það árangurinn enn merkilegri en raun ber vitni. Var þetta fjórði besti samanlagði árangur í -84 kílógramma kvenna í kraftlyftingum frá upphafi á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×