Ráku þjálfarann vegna ásakana um kynferðisbrot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2021 07:00 Paul Riley hefur loks verið rekinn. Löngu eftir að ásakanir á hendur honum bárust fyrst. Howard Smith/Getty Images North Carolina Courage hefur rekið þjálfara sinn vegna ásakana um kynferðisbrot. Hann er þriðji þjálfari NWSL-deildarinnar sem er rekinn vegna hegðunar sinnar síðan í ágúst. FIFA hefur hafið rannsókn á málinu. Paul Riley hefur þjálfað bandaríska knattspyrnuliðið North Carolina Courage í NWSL-deildinni frá árinu 2017. Árin 2018 og 2019 stýrði hann liðinu til sigurs í deildinni. Þrátt fyrir árangur Riley er ljóst að hann er með óhreint mjöl í pokahorninu. Riley var rekinn skömmu fyrir helgi eftir að The Athletic birti grein þar sem fyrrum leikmenn ásökuðu hann um kynferðisbrot sem og andlegt ofbeldi. Ásakanir í garð Riley hafa áður komið upp en þá voru þær eingöngu settar í ferli án þess að eitthvað væri gert í þeim. Bandarísku ofurstjörnurnar Megan Rapinoe og Alex Morgan hafa gagnrýnt hvernig deildin tók á þessum málum á sínum tíma og hefur Lisa Baird, framkvæmdastjóri NWSL, sagt af sér vegna málsins. Tekur hún fulla ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanir bárust á sínum tíma. Let. It. Burn. https://t.co/rW4ocYeb6n— Megan Rapinoe (@mPinoe) September 30, 2021 Rannsókn The Athletic leiddi í ljós að fjöldi fyrrum leikmanna þjálfarans staðfesti hegðun hans. Tvær þeirra – Sinead Farrelly og Mana Shim – komu fram undir nafni og sögðu að þjálfarinn fyrrverandi væri með ákveðið hegðunarmynstur. Það byggðist á því að brjóta leikmenn niður andlega og gera þær háðar sér. Til að mynda hafði Farrelly leikið undir hans stjórn hjá þremur félögum áður en hún brotnaði endanlega undir öllu ofbeldinu. Þegar Farrelly var kölluð á landsliðsæfingar skömmu fyrir HM 2011 sagði Riley að hún gæti ekki farið nema hann væri að þjálfa landsliðið. Hann bætt við að ef hún færi þá væri hún að bregðast honum sem og öllum liðsfélögum sínum. Hin 22 ára gamla Farrelly neitaði því að fara með bandaríska landsliðinu á HM þar sem liðið fór alla leið í úrslit. Eftir tap í leiknum um WPS-meistaratitilinn síðar sama ár þvingaði hinn 47 ára gamli - og gifti - Riley hana inn á hótelherbergi þar sem hann svaf hjá henni. Sinead Farrelly var mjög efnileg.Robyn McNeil/Getty Images Riley á að hafa sofið hjá Farrelly oftar en þetta eina skipti, einu sinni með öðrum leikmanni liðsins. Þá ku hann hafa þvingað Farrelly og Shim til að kyssast og sent þeim óumbeðnar nektarmyndir. Sem þjálfari gerði hann ítrekað lítið úr leikmönnum og öskraði reglulega á þær. Hann neitar ásökunum en svaraði ekki er New York Times reyndi að hafa samband við hann varðandi málið. „Vegna alvarleika áskananna getum við staðfest að dómstóll FIFA er með málið til skoðunar og hefur nú þegar hafið rannsókn. Mun sambandið biðja knattspyrnusamband Bandaríkjanna sem og NWSL um frekari upplýsingar,“ segir í yfirlýsingu FIFA um málið. Englendingurinn Riley er ekki eini þjálfarinn sem hefur fengið sparkið eftir að hafa misnotað valdastöðu sína. Washinton Spirit lét Riche Burke fjúka eftir að upp komst um þær aðferðir sem tíðkuðust á æfingum hans. Sá beitti leikmenn sína ítrekað andlegu ofbeldi. Burke hefur verið bannaður frá NWSL-deildinni fyrir lífstíð og mun aldrei fá að þjálfa þar aftur. Stjórn Washington Spirit hefur einnig þurft að súpa seyðið af því þar sem félagið brást leikmönnum sínum. Vegna þess fær félagið ekki að koma að neinum málum er varða deildina. Meghan Klingenberg, leikmaður Portland Thorns og bandaríska landsliðsins, sendi forráðamönnum NWSL og félaga deildarinnar væna pillu á Twitter-síðu sinni eftir að rannsókn Athletic var gerð opinber. „Af hverju þurfum við að vinna við ófullnægjandi og óöruggar aðstæður á meðan gerendur fá vernd, vel borgað og ný veiðisvæði til að níðast á ungum konum?“ We Deserve Better (Part II) pic.twitter.com/c1MIAnrOde— Meghan Klingenberg (@meghankling) September 30, 2021 Ný viðmið NWSL-deildarinnar hafa leitt til þess að fjöldi fólks tengdur félögunum sem þar spila hefur þurft að segja af sér. Hvort það sé nóg til að skapa öruggt og verndað vinnuumhverfi verður að koma í ljós þegar fram líða stundir. Tvær íslenskar landsliðskonur spila í NWSL-deildinni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með Orlando Pride og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikur með Houston Dash. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir með Portland Thorns, fyrrum félagi Paul Riley, frá árunum 2016 til 2019 en þjálfarinn var látinn fara þaðan árið 2015. Paul Riley ræðir við leikmenn NCC eftir leik gegn Portland Thorns.Lewis Gettier/Getty Images Fótbolti Kynferðisofbeldi NWSL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Paul Riley hefur þjálfað bandaríska knattspyrnuliðið North Carolina Courage í NWSL-deildinni frá árinu 2017. Árin 2018 og 2019 stýrði hann liðinu til sigurs í deildinni. Þrátt fyrir árangur Riley er ljóst að hann er með óhreint mjöl í pokahorninu. Riley var rekinn skömmu fyrir helgi eftir að The Athletic birti grein þar sem fyrrum leikmenn ásökuðu hann um kynferðisbrot sem og andlegt ofbeldi. Ásakanir í garð Riley hafa áður komið upp en þá voru þær eingöngu settar í ferli án þess að eitthvað væri gert í þeim. Bandarísku ofurstjörnurnar Megan Rapinoe og Alex Morgan hafa gagnrýnt hvernig deildin tók á þessum málum á sínum tíma og hefur Lisa Baird, framkvæmdastjóri NWSL, sagt af sér vegna málsins. Tekur hún fulla ábyrgð á því að hafa brugðist er ásakanir bárust á sínum tíma. Let. It. Burn. https://t.co/rW4ocYeb6n— Megan Rapinoe (@mPinoe) September 30, 2021 Rannsókn The Athletic leiddi í ljós að fjöldi fyrrum leikmanna þjálfarans staðfesti hegðun hans. Tvær þeirra – Sinead Farrelly og Mana Shim – komu fram undir nafni og sögðu að þjálfarinn fyrrverandi væri með ákveðið hegðunarmynstur. Það byggðist á því að brjóta leikmenn niður andlega og gera þær háðar sér. Til að mynda hafði Farrelly leikið undir hans stjórn hjá þremur félögum áður en hún brotnaði endanlega undir öllu ofbeldinu. Þegar Farrelly var kölluð á landsliðsæfingar skömmu fyrir HM 2011 sagði Riley að hún gæti ekki farið nema hann væri að þjálfa landsliðið. Hann bætt við að ef hún færi þá væri hún að bregðast honum sem og öllum liðsfélögum sínum. Hin 22 ára gamla Farrelly neitaði því að fara með bandaríska landsliðinu á HM þar sem liðið fór alla leið í úrslit. Eftir tap í leiknum um WPS-meistaratitilinn síðar sama ár þvingaði hinn 47 ára gamli - og gifti - Riley hana inn á hótelherbergi þar sem hann svaf hjá henni. Sinead Farrelly var mjög efnileg.Robyn McNeil/Getty Images Riley á að hafa sofið hjá Farrelly oftar en þetta eina skipti, einu sinni með öðrum leikmanni liðsins. Þá ku hann hafa þvingað Farrelly og Shim til að kyssast og sent þeim óumbeðnar nektarmyndir. Sem þjálfari gerði hann ítrekað lítið úr leikmönnum og öskraði reglulega á þær. Hann neitar ásökunum en svaraði ekki er New York Times reyndi að hafa samband við hann varðandi málið. „Vegna alvarleika áskananna getum við staðfest að dómstóll FIFA er með málið til skoðunar og hefur nú þegar hafið rannsókn. Mun sambandið biðja knattspyrnusamband Bandaríkjanna sem og NWSL um frekari upplýsingar,“ segir í yfirlýsingu FIFA um málið. Englendingurinn Riley er ekki eini þjálfarinn sem hefur fengið sparkið eftir að hafa misnotað valdastöðu sína. Washinton Spirit lét Riche Burke fjúka eftir að upp komst um þær aðferðir sem tíðkuðust á æfingum hans. Sá beitti leikmenn sína ítrekað andlegu ofbeldi. Burke hefur verið bannaður frá NWSL-deildinni fyrir lífstíð og mun aldrei fá að þjálfa þar aftur. Stjórn Washington Spirit hefur einnig þurft að súpa seyðið af því þar sem félagið brást leikmönnum sínum. Vegna þess fær félagið ekki að koma að neinum málum er varða deildina. Meghan Klingenberg, leikmaður Portland Thorns og bandaríska landsliðsins, sendi forráðamönnum NWSL og félaga deildarinnar væna pillu á Twitter-síðu sinni eftir að rannsókn Athletic var gerð opinber. „Af hverju þurfum við að vinna við ófullnægjandi og óöruggar aðstæður á meðan gerendur fá vernd, vel borgað og ný veiðisvæði til að níðast á ungum konum?“ We Deserve Better (Part II) pic.twitter.com/c1MIAnrOde— Meghan Klingenberg (@meghankling) September 30, 2021 Ný viðmið NWSL-deildarinnar hafa leitt til þess að fjöldi fólks tengdur félögunum sem þar spila hefur þurft að segja af sér. Hvort það sé nóg til að skapa öruggt og verndað vinnuumhverfi verður að koma í ljós þegar fram líða stundir. Tvær íslenskar landsliðskonur spila í NWSL-deildinni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur með Orlando Pride og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir leikur með Houston Dash. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir með Portland Thorns, fyrrum félagi Paul Riley, frá árunum 2016 til 2019 en þjálfarinn var látinn fara þaðan árið 2015. Paul Riley ræðir við leikmenn NCC eftir leik gegn Portland Thorns.Lewis Gettier/Getty Images
Fótbolti Kynferðisofbeldi NWSL Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira