Ullarvika á Suðurlandi í fyrsta skipti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2021 12:31 Jurtalitað band frá Dóru Óskarsdóttur í Þingborg en Ullarvika hefst á Suðurlandi í dag og stendur til laugardagsins 9. október. Aðsend Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Ullarvika á Suðurlandi hefst formlega í dag þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá tengda ull til laugardagsins 9. október um allt Suðurland. Áhugi á prjónaskap hefur aukist gríðarlega á tímum Covid. Fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu í Holta og Landsveit er upphafið af ullarvikunni en sú sýning verður klukkan 14:00 í dag. Síðan rekur hver viðburðurinn á fætur öðrum næstu daga. Þetta er í fyrsta skipti sem Ullarvika er haldin á Suðurlandi en það kemur til vegna 30 ára afmælis Þingborgarhópsins svonefnda í Flóahreppi en þá erum við að tala um afmæli verslunarinnar og ullarvinnslunnar í Þingborg. Markmiðið með vikunni er að fólk kynnist ullinni og möguleikum hennar og því sem er að gerast á Suðurlandi í vinnslu á ull, en á svæðinu eru rekin mörg mjög athyglisverð fyrirtæki sem vinna með ull. Margrét Jónsdóttir, bóndi á Syðra - Velli í Flóahreppi er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. „Strax á morgun byrja námskeið og opið hús, bæði í Árnes og Rangárþingi og eins austur í Álftaveri, þar verður líka opið hús í vikunni. Svo spinnist dagskráin áfram en þetta má allt sjá inn á ullarvikan.is. Fyrirmyndina sækjum við m.a. til Hjaltlandseyja þar sem við höfum farið á ullarviku. Þetta bara vantaði alveg á Íslandi þannig að við bara skelltum okkur í að gera þetta,“ segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sem er í forsvari fyrir Ullarvikuna og Þingborgarhópinn. Auk Þingborgar standa Spunasystur í Rangárþingi, Uppspuni-smáspunaverksmiðja og áhugahópur um feldfé að Ullarvikunni.Aðsend Margrét segir að mikill áhugi sé fyrir íslensku ullinni og prjónaskap í kringum hana, ekki síst í kringum Covid, þá hafi nánast allar konur og einstaka karl farið að prjóna. „Já, ullin er eitt albesta hráefni, sem við fáum í skjólflíkur og eins í góðan fatnað. Það kemur ekkert í staðinn fyrir ull og hún er umhverfisvæn og dásamlega hlý og mjúk.“ Hápunktur ullarvikunnar verður laugardaginn 9. október en þá verður markaðsdagur í félagsheimilinu Þingborg. „En svo á fimmtudag og föstudag verður opið prjónakaffi í Þingborg þar sem allir mega koma. Þar verður kaffi og með því og ókeypis inn. Þannig að það eru allir velkomnir, sem hafa áhuga að koma þá daga þegar það verður opið þar,“ segir Margrét. Prjónað, spjallað og hlegið í Þingborg en allir eru velkomnir þangað næsta fimmtudagskvöld og föstudagskvöld í prjónakaffi.Aðsend
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flóahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira