Segir ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 15:07 Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir eðlilegt að áhættumikil fjárfesting hennar í Kviku banka hafi skilað hagnaði. Kaupréttarauki hennar í bankanum var til umfjöllunar í aðdraganda kosninganna. Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar. Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta sagði Kristrún í Silfrinu í dag. Þar var hún að tala um mál sem varðaði hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka, þar sem hún starfaði sem aðalhagfræðingur frá byrjun árs 2018 til janúar 2021. Kristrún sagðist vilja hafa þetta allt á borðinu, fyrst hún væri að taka sér sæti á þingi. Í Silfrinu segir Kristrún að henni og öðrum starfsmönnum hafi verið boðið að kaupa bréf í bankanum. Einhverjir hafi ekki gert það, þar sem fjárfestingin hafi verið metin mjög áhættusöm. Kristún keypti fyrir þrjár milljónir króna og segir að framan af hafi lítið verið uppúr fjárfestingunni að fá. Kristrún fór nákvæmlega yfir hver hagnaður hennar var. Hagnaður sem hún gat innleyst á þremur dagsetningum fram í tímann. Fyrst seldi hún þriðjung af bréfum sínum í Kviku í janúar 2020 og þá fékk Kristrún átta milljónir króna, eftir skatta. Síðan hafi Covid skollið á og hlutabréfamarkaðir fallið í verði. Þá hafi verið útlit fyrir að afgangur bréfa hennar væru verðlaus. Kristrún segist hafa verið búin undir það því hún hafi frá upphafi vitað að þetta væri mikil áhættufjárfesting. Þá var tilkynnt um samruna Kviku og TM og miklar vaxtalækkanir hafi orðið á Íslandi. Sala númer tvö fór fram í janúar, rétt áður en Kristrún hætti í Kviku, og þá var hagnaður hennar orðinn um 30 milljónir króna, eftir skatta. Kristrún á enn þriðjung af bréfum sínum í Kviku og segir að miðað við stöðuna fyrir helgi væri hægt að verðmeta bréf hennar á 45 milljónir króna, eftir skatta. Það getur Kristrún ekki leyst út fyrr en eftir áramót og veit hún ekki hvert gengi Kviku verður þá. Í aðdraganda kosninganna í síðasta mánuði birti Kristrún færslu á Facebook þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Það ver eftir að miðlarnir fjölluðu um að hún hefði ekki svarað fyrirspurnum þeirra um kaupréttaraukann. Sjá einnig: Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Kristrún sagði í Silfrinu að hún hefði ekki vitað hvers virði bréfin væru þegar umræðan um kaupréttaraukann fór af stað fyrir kosningar.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira