RAX Augnablik valinn Menningarþáttur ársins á Eddunni Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2021 13:22 Í þáttunum segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, sögurnar á bakvið fjölda þeirra augnablika sem honum hefur tekist að festa á filmu í gegnum árin. Vísir/Vilhelm Þátturinn RAX Augnablik vann í gær til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins. Þættirnir eru framleiddir af Vísi og Stöð 2 og hófu göngu sína í fyrra. Þeir hafa vakið mikla athygli en í þáttunum segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, sögur á bakvið fjölda þeirra augnablika sem honum hefur tekist að festa á filmu í gegnum árin. Myndirnar sem fjallað er um hafa birst í bókum, fjölmiðlum og á sýningum um allan heim. Aðrir þættir sem voru tilnefndir sem Menningarþáttur ársins voru Sóttbarnalögin, Framkoma 2, Menningarnótt heima og Spegill spegill. Teymið á bak við þættina. Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis, Jón Grétar Gissurarson dagskrárgerðarmaður, Friðrik Friðriksson tökumaður, Sylvía Rut Sigfúsdóttir fréttamaður, Ragnar Axelsson ljósmyndari og Einar Geir Ingvarsson hönnuður.Eddan Alls komu út 35 þættir í fyrstu þáttaröð RAX Augnablika. Hægt er að sjá fyrri þætti á undirsíðu þáttanna hér á Vísi en einnig eru þættirnir aðgengilegir á efnisveitunni Stöð 2+. Önnur þáttaröð hófst síðan í gær og segir Ragnar í fyrsta þætti frá eftirminnilegri ferð til Mykines í Færeyjum. Færeyjar eru einn af uppáhalds stöðum Ragnars og segir hann að þar sé besta fólk í heiminum. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. RAX er einn allra fremsti ljósmyndari landsins og margverðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Hann starfaði um árabil á Morgunblaðinu en gekk til liðs við Vísi á síðasta ári. Bíó og sjónvarp Eddan Menning RAX Tengdar fréttir „Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. 3. október 2021 07:00 Edduverðlaunin 2021 afhent Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57 Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. 26. mars 2021 12:35 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Þættirnir eru framleiddir af Vísi og Stöð 2 og hófu göngu sína í fyrra. Þeir hafa vakið mikla athygli en í þáttunum segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, sögur á bakvið fjölda þeirra augnablika sem honum hefur tekist að festa á filmu í gegnum árin. Myndirnar sem fjallað er um hafa birst í bókum, fjölmiðlum og á sýningum um allan heim. Aðrir þættir sem voru tilnefndir sem Menningarþáttur ársins voru Sóttbarnalögin, Framkoma 2, Menningarnótt heima og Spegill spegill. Teymið á bak við þættina. Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis, Jón Grétar Gissurarson dagskrárgerðarmaður, Friðrik Friðriksson tökumaður, Sylvía Rut Sigfúsdóttir fréttamaður, Ragnar Axelsson ljósmyndari og Einar Geir Ingvarsson hönnuður.Eddan Alls komu út 35 þættir í fyrstu þáttaröð RAX Augnablika. Hægt er að sjá fyrri þætti á undirsíðu þáttanna hér á Vísi en einnig eru þættirnir aðgengilegir á efnisveitunni Stöð 2+. Önnur þáttaröð hófst síðan í gær og segir Ragnar í fyrsta þætti frá eftirminnilegri ferð til Mykines í Færeyjum. Færeyjar eru einn af uppáhalds stöðum Ragnars og segir hann að þar sé besta fólk í heiminum. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. RAX er einn allra fremsti ljósmyndari landsins og margverðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Hann starfaði um árabil á Morgunblaðinu en gekk til liðs við Vísi á síðasta ári.
Bíó og sjónvarp Eddan Menning RAX Tengdar fréttir „Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. 3. október 2021 07:00 Edduverðlaunin 2021 afhent Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57 Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. 26. mars 2021 12:35 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. 3. október 2021 07:00
Edduverðlaunin 2021 afhent Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV. 3. október 2021 21:57
Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. 26. mars 2021 12:35