Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. október 2021 09:03 Ólöf Helga hefur verið trúnaðarmaður frá 2018 og situr í stjórn Eflingar. Vísir/Vilhelm Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en þar greinir einnig frá því að búið sé að opna vefsíðu um málið, þar sem meðal annars má finna viðtöl við umræddan starfsmann; Ólöfu Helgu Adolfsdóttur. Í tilkynningunni segir að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa fyrirtækisins um réttindamál starfsmanna. Ólöf hefur starfað í hlaðdeild á Reykjavíkurflugvelli frá 2016 og verið trúnaðarmaður frá 2018. „Engin skýring á uppsögninni var veitt í uppsagnarbréfi. Eftir að Ólöfu var tilkynnt munnlega um uppsögnina voru vinnufélagar hennar boðaðir á fund þar sem yfirmenn sökuðu Ólöfu, að henni fjarstaddri, um „alvarlegan trúnaðarbrest í starfi“ sem ekki var skýrður nánar. Engar útskýringar komu fram í viðtali um ástæður uppsagnar á meintum trúnaðarbresti,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Ólöf njóti trausts og stuðnings vinnufélaga sinna, sem hafi undirritað yfirlýsingu henni til stuðnings og sent Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Þá hafi þeir ítrekað fundað um málið. Aldrei hlotið áminningu Í minnisblaði Eflingar um málið segir meðal annars: „Í uppsagnarbréfi, undirrituðu af stöðvarstjóra, sem Ólöf fékk afhent eftir munnlega tilkynningu, var engin ástæða gefin fyrir uppsögninni. Í viðtali um ástæður uppsagnar dags. 27. ágúst komu ekki fram neinar skýringar á meintum trúnaðarbresti, þótt sérstaklega væri spurt um hann. Var þess í stað rætt með óljósum hætti um að samskipti við vinnufélaga hefðu mátt vera betri. Enginn vinnufélagi Ólafar staðfestir þessa lýsingu. Ekkert hefur komið fram af hálfu Icelandair sem staðfestir brot í starfi af hálfu Ólafar, hvorki er varðar trúnað né annað. Ólöfu hefur aldrei á starfsferli sínum hjá Icelandair verið veitt áminning eða viðvörun um að henni bæri að haga sér með tilteknum hætti, ella væri starf hennar í húfi.“ Samtök atvinnulífsins eru sögð reka málið fyrir hönd Icelandair og framkvæmdastjórinn, Halldór Benjamín Þorbergsson, hafa lýst stuðningi við uppsögnina. „Lögmaður og trúnaðarráð Eflingar hafa sent mótmæli til Icelandair og krafist þess að uppsögn Ólafar verði dregin til baka. Ólöf hefur lýst sig reiðubúna til að snúa aftur til starfa og láta málið niður falla verðir orðið við þeirri kröfu. Þessari kröfu hefur verið hafnað af bæði Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair og af Halldóri Benjamín Þorbergssyni fyrir hönd SA. Yfirmenn Ólafar halda því fram að þeir hafi ekki haft vitneskju um stöðu Ólafar sem trúnaðarmaður. Sömu yfirmenn ávörpuðu hana þó sem trúnaðarmann í tölvupóstsamskiptum og titluðu hana sem slíka á innri vef fyrirtækisins. Þeir tilkynntu einnig sjálfir skipun hennar sem öryggistrúnaðarmaður til Vinnueftirlitsins. Ólöf nýtur samkvæmt lögum uppsagnarverndar sem trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður. Auk þess er óheimilt að beita uppsögnum eða hótunum um þær til að refsa launafólki fyrir þátttöku í starfi stéttarfélaga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að þetta sé í annað sinn á innan við ári sem Icelandair brjóti á félagslegum réttindum starfsfólks með stuðningi Samtaka atvinnulífsins. Tengd skjöl Minnisblad_EflingarDOCX42KBSækja skjal Vinnumarkaður Icelandair Reykjavík Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en þar greinir einnig frá því að búið sé að opna vefsíðu um málið, þar sem meðal annars má finna viðtöl við umræddan starfsmann; Ólöfu Helgu Adolfsdóttur. Í tilkynningunni segir að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa fyrirtækisins um réttindamál starfsmanna. Ólöf hefur starfað í hlaðdeild á Reykjavíkurflugvelli frá 2016 og verið trúnaðarmaður frá 2018. „Engin skýring á uppsögninni var veitt í uppsagnarbréfi. Eftir að Ólöfu var tilkynnt munnlega um uppsögnina voru vinnufélagar hennar boðaðir á fund þar sem yfirmenn sökuðu Ólöfu, að henni fjarstaddri, um „alvarlegan trúnaðarbrest í starfi“ sem ekki var skýrður nánar. Engar útskýringar komu fram í viðtali um ástæður uppsagnar á meintum trúnaðarbresti,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að Ólöf njóti trausts og stuðnings vinnufélaga sinna, sem hafi undirritað yfirlýsingu henni til stuðnings og sent Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Þá hafi þeir ítrekað fundað um málið. Aldrei hlotið áminningu Í minnisblaði Eflingar um málið segir meðal annars: „Í uppsagnarbréfi, undirrituðu af stöðvarstjóra, sem Ólöf fékk afhent eftir munnlega tilkynningu, var engin ástæða gefin fyrir uppsögninni. Í viðtali um ástæður uppsagnar dags. 27. ágúst komu ekki fram neinar skýringar á meintum trúnaðarbresti, þótt sérstaklega væri spurt um hann. Var þess í stað rætt með óljósum hætti um að samskipti við vinnufélaga hefðu mátt vera betri. Enginn vinnufélagi Ólafar staðfestir þessa lýsingu. Ekkert hefur komið fram af hálfu Icelandair sem staðfestir brot í starfi af hálfu Ólafar, hvorki er varðar trúnað né annað. Ólöfu hefur aldrei á starfsferli sínum hjá Icelandair verið veitt áminning eða viðvörun um að henni bæri að haga sér með tilteknum hætti, ella væri starf hennar í húfi.“ Samtök atvinnulífsins eru sögð reka málið fyrir hönd Icelandair og framkvæmdastjórinn, Halldór Benjamín Þorbergsson, hafa lýst stuðningi við uppsögnina. „Lögmaður og trúnaðarráð Eflingar hafa sent mótmæli til Icelandair og krafist þess að uppsögn Ólafar verði dregin til baka. Ólöf hefur lýst sig reiðubúna til að snúa aftur til starfa og láta málið niður falla verðir orðið við þeirri kröfu. Þessari kröfu hefur verið hafnað af bæði Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair og af Halldóri Benjamín Þorbergssyni fyrir hönd SA. Yfirmenn Ólafar halda því fram að þeir hafi ekki haft vitneskju um stöðu Ólafar sem trúnaðarmaður. Sömu yfirmenn ávörpuðu hana þó sem trúnaðarmann í tölvupóstsamskiptum og titluðu hana sem slíka á innri vef fyrirtækisins. Þeir tilkynntu einnig sjálfir skipun hennar sem öryggistrúnaðarmaður til Vinnueftirlitsins. Ólöf nýtur samkvæmt lögum uppsagnarverndar sem trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður. Auk þess er óheimilt að beita uppsögnum eða hótunum um þær til að refsa launafólki fyrir þátttöku í starfi stéttarfélaga,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að þetta sé í annað sinn á innan við ári sem Icelandair brjóti á félagslegum réttindum starfsfólks með stuðningi Samtaka atvinnulífsins. Tengd skjöl Minnisblad_EflingarDOCX42KBSækja skjal
Aldrei hlotið áminningu Í minnisblaði Eflingar um málið segir meðal annars: „Í uppsagnarbréfi, undirrituðu af stöðvarstjóra, sem Ólöf fékk afhent eftir munnlega tilkynningu, var engin ástæða gefin fyrir uppsögninni. Í viðtali um ástæður uppsagnar dags. 27. ágúst komu ekki fram neinar skýringar á meintum trúnaðarbresti, þótt sérstaklega væri spurt um hann. Var þess í stað rætt með óljósum hætti um að samskipti við vinnufélaga hefðu mátt vera betri. Enginn vinnufélagi Ólafar staðfestir þessa lýsingu. Ekkert hefur komið fram af hálfu Icelandair sem staðfestir brot í starfi af hálfu Ólafar, hvorki er varðar trúnað né annað. Ólöfu hefur aldrei á starfsferli sínum hjá Icelandair verið veitt áminning eða viðvörun um að henni bæri að haga sér með tilteknum hætti, ella væri starf hennar í húfi.“
Vinnumarkaður Icelandair Reykjavík Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48